Ekkert um Lakers leikinn?!
12.3.2009
Hva? Ekkert fjallað um Lakers leikinn nú þegar þeir ná að vinna Houston og Kobe í "slag" osona. Annars var þetta lítið samstuð á milli Kobe og (who else) Ron Artest, en Artest var bara að gefa Kobe smá QBC flava og sykurpúðinn kunni ekki að taka á móti því. En fyrir þá sem ekki vita var Ron Artest alinn upp í Queensbridge Projects í Queens, NY - eins og Nas, Mobb Deep, Cormega og Capone-N-Noreaga - sem ætti að skýra fyrir fólki af hverju þetta er svona mikill nagli.
Miami Heat bera nafn með rentu þessa dagana, enda sjóðandi heitir núna - eða öllu heldur er Dwyane Wade on fire og Heat liðið fylgir með. Boston vélin hins vegar að hiksta eitthvað núna.
En að leiknum sem máli skiptir. New York Knicks á móti Detroit Pistons í Palace of Auburn Hills. Knicks hafa tapað 11 af síðustu 12 leikjum sínum þar og kominn tími til að það breyttist. Knicks hrukku í gang í síðasta fjórðungnum og náðu að vinna í framlengingu, með hjálp frá slökum sóknarleik Pistons. Knicks töpuðu bara 3 boltum í öllum leiknum á móti 15 frá Pistons. Nate Robinson gersamlega í ruglinu í þessum leik. Hvað er DiAntoni að reykja? Af hverju setur hann ekki Nate í byrjunarliðið? Vill maðurinn kannski ekki byrja leikina? Er hann að stefna á 6th Man Award? Duhon byrjaði og spilaði 22 mínútur, 2 stig og 1/7 nýting. Robinson spilar 37 mínútur og setur 30 kvikindi og 6 stoðir. Nate (sem bæðevei er 175 cm) vann víst uppkast gegn Amir Johnson sem er 206 cm. WTF?! David Lee (16,4 ppg og 12,1 rpg) hjá Knicks er með flestar double-double fyrir þetta tímabilið eða 52 sem er 2 fyrir ofan Dwight Howard.
Boston tapaði í Miami | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
KNICKS RULES
Ómar Ingi, 12.3.2009 kl. 13:21
Það er kannski einhver vonarglæta hjá ykkur núna þegar þið eruð lausir við bæði Isiah Thomas og Stephon Marbury.
Emmcee, 12.3.2009 kl. 13:34
Emmcee Emmcee Emmcee.....nú ertu bara farinn að tala tóma steypu.Kunni "sykurpúðinn" ekki að taka á móti RonRon?
Houston yfir í leiknum og Kobe svona nokkuð rólegur en nei nei þá byrjar Artest með trash talk. Big mistake. Kobe svaraði honum bæði með orðum og aðallega með því að drita niður körfum í andlitið á Artest og tryggja þar með Odom-lausum Lakers mönnum góðan sigur gegn liði sem var búið að vinna síðustu 10 heimaleiki.
Og niðurlægingin var það mikil að þessi mikli nagli sem þú segir að Artest sé byrjaði að tjá ást sína á Kobe þegar leikurinn var öruggur fyrir Lakers. Sérð það t.d. í videoinu sem þú settir inn að hann segir ítrekað "I love you" við Kobe.
Já harður var hann...en kannski öðruvísi harður en þú meinar.
President (IP-tala skráð) 12.3.2009 kl. 15:13
http://www.youtube.com/watch?v=hXgcU8_o5ac&feature=haxa_popt00us01
Ómar Ingi, 12.3.2009 kl. 20:04
Prez... Það þarf ekki mikið til að æsa ykkur Lakers menn. Voðalega eruði hörundssárir. Rétt er það að Kobe pakkaði Artest saman í þessum leik. Var hann ekki með 18 í 4. hluta? En kamón... Kobe er dáldið mikill sykurpúði og á það til að láta banka sig. Maðurinn er frábær leikmaður og ætla ekki einu sinni að reyna að mótmæla því. Artest er hins vegar frábær varnarmaður og einn sá allra besti í deildinni. Er kannski sá eini sem eitthvað getur haldið Kobe á jörðinni. Hann er líka nett head-case og hatar ekki að reyna að komast inn í hausinn á mönnum. Sprakk í andlitið á honum í þessum leik samt. Jú, mér sýndist hann segja eins og fáviti "I love you" þegar Kobe var á línunni. WTF? Kobe hefur bara brætt hann með einhverjum smooth línum þegar þeir voru að spjalla saman þarna.
Ommi... þetta er í spilaranum hjá mér og búið að vera þar í viku. Fylgjast með, dogg!
Emmcee, 12.3.2009 kl. 20:59
Haukur ,,Vivid Handle" vinur hefur verið duglegur að henda í mig alls kyns skít. Hefurðu e-ð fylgst með þessum?
http://www.youtube.com/watch?v=ufVBdAqmko0
Svenni Claessen (IP-tala skráð) 13.3.2009 kl. 00:04
Albínóinn.... Brotha Ali. Hef lítið hlustað á hann en það sem ég hef heyrt er mjög ljúft. Hendi inn einu lagi á eftir.
Svo vil ég fara að sjá komment frá Vivid hérna!
Emmcee, 13.3.2009 kl. 00:49
Gott gott bara að tékka hvort þú sért ekki up 2 date.
En mér finnst nú orginallinn mikið betra.
Ómar Ingi, 13.3.2009 kl. 08:43
Ekkert viðkvæmur - bara að passa upp á skjólstæðing minn .
En Brother Ali er góður. Síðasti diskurinn hans er ansi þéttur, en ég á enn eftir að hlusta á nýja diskinn sem kom út í vikunni.
President (IP-tala skráð) 13.3.2009 kl. 10:59
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.