Þið hljótið að vera að grínast?!

Þetta Lakers fetish hjá Mbl.is mönnum er að verða frekar þreytt.  Pistill um Lakers að drulla upp á bak í Portland og tapa með 17 stigum.  Á austurströndinni hins vegar var alvöruleikur.  Bulls vs. Heat sem var tvíframlengdur og endaði með bözzer þrist frá D-Wade sem kláraði leikinn.  Wade með 48 stig (20/27 nýting, 5/6 í þristum) og 12 stoðir.  Ben Gordon með 43 og 22/34 nýtingu, þar af 8/11 í þristum.   Bulls spiluðu bara 7 leikmönnum og Derrick Rose spilaði 55 mínútur af þeim 58 sem í leikurinn spannaði.  Rugl.


mbl.is Lakers tapaði í Portland
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ingvar Þór Jóhannesson

SICK highlights....hvaða rugl hraði er þetta hjá Wade? Hann er algjörlega unstoppable, reykspólar framhjá Derrick Rose sem er ekki beint hægur!

Ingvar Þór Jóhannesson, 10.3.2009 kl. 15:07

2 Smámynd: Þórður Helgi Þórðarson

ÞEssi Wade er rugl!!!

mbl. er með sama fettis og visir er með KR fettis.

Hvað ætli séu komnar margar stórar og miklar greinar um Kr í vetur: Fyrsta liðið sem sigrar 3 leiki eftir áramót, fyrsta liðið sem vinnur bla bla í röð.

fursta liðið sem vinnur 21 af 22.... Jú gott og blessað KR liðið er besta liðið í deildinni by far en það eru víst fleiri lið þarna.....

Þórður Helgi Þórðarson, 10.3.2009 kl. 15:16

3 identicon

guð minn góður!

Kári (IP-tala skráð) 10.3.2009 kl. 15:34

4 identicon

Þetta er nú ekkert óeðlilegt. Lakers er með besta árangur liðanna í NBA og hafa nú ekki verið að tapa í massavís en hérna eru þeir teknir illilega.

Miami-Bulls (þótt spennandi hafi verið) er leikur tveggja lélegra liða.

Ef að Man U tapar fyrir Tottenham þá er það meiri frétt en að leikur Sunderland-Stoke hafi ráðist á vítaspyrnu í uppbótartíma.

Og já...Wade er sick góður.

President (IP-tala skráð) 10.3.2009 kl. 15:54

5 Smámynd: Emmcee

Doddi... þú ert bara pirraður af því Njarðvík er úti í kuldanum og enginn vill tala um þá.  En jú, KR hefur fengið fáránlega mikla umfjöllun á Vísi og í Fréttablaðinu.

Prez.  Ekki líkja þessu við enska boltann.  Please!  Það er bara insult.  Sunderland-Stoke í vítaspyrnu á uppbótartíma er eins og málning að þorna eða gras að vaxa.  Svo er enski boltinn sérstakur fréttaflokkur á Mbl.is og það kemur tæplega ein frétt á dag um NBA boltann.  Þetta er nákvæmlega það sem gerir fréttamennskuna þeirra svona lélega.  Fjalla bara um toppliðin og hvernig þau tapa eða vinna, í stað þess að minna fólk á að deildin er dýpri en svo. 

Emmcee, 10.3.2009 kl. 16:24

6 identicon

Ég er mjög reiður út í President, Bulls og Miami eru ekki léleg lið!!.

Ég er sammála Emmcee, það er bara talað um fótbolta, ef það á að tala um körfu þá er það bara Iceland Express deildinn, sem er mjög leiðinleg. Það eru margir á Íslandi sem fylgjast með NBA, það er allt í lagi að tala um NBA, það er ekki bannað. 

Og STÖÐ 2, TALA MEIRA UM NBA!!, FÆKKA FÓTBOLTANUM!!!!!!!!!!!. þoli þetta ekki 

Jason Orri (IP-tala skráð) 10.3.2009 kl. 16:29

7 identicon

Isss....að lesa þetta væl frá gömlum Bulls stuðningsmönnum.

Ragnar Már (IP-tala skráð) 10.3.2009 kl. 17:07

8 identicon

Ég er reyndar ekki GAMALL stuðningsmaður, ég er 15 ÁRA. Og mér sýnist enginn annar á ÍSLANDI HALDA MEÐ ÞEIM.

Jason Orri (IP-tala skráð) 10.3.2009 kl. 21:01

9 Smámynd: Emmcee

Raggi er held ég að skjóta á mig, en það er óhætt að kalla mig gamlan Bulls-mann.  Fylgst með þeim síðan áður en þú fæddist.

Emmcee, 10.3.2009 kl. 21:07

10 identicon

Hahahaha, já. Hélst þú með Bulls, þegar Jordan var

Jason Orri (IP-tala skráð) 10.3.2009 kl. 21:18

11 Smámynd: Emmcee

Heldur betur.

Emmcee, 10.3.2009 kl. 21:23

12 Smámynd: Íþróttir á blog.is

Nei nei það eru fleiri Bulls aðdáendur til. Þeir eru bara flestir eldri en þú.  Segi eins og Emmcee - hef fylgst vel með Chicago Bulls frá þeim tíma áður en þú fæddist.

Íþróttir á blog.is, 11.3.2009 kl. 12:27

13 Smámynd: Ómar Ingi

KNICKS er liðið drengir

Ómar Ingi, 11.3.2009 kl. 15:55

14 identicon

Ég er ennþá að leita að öðrum Hornets stuðningsmanni hér á landi. Ég er allavega búinn að halda með þeim síðan 1993 og hef þurft að ganga í gegnum súrt og sætt með mínu liði!

Trausti Stefánsson (IP-tala skráð) 11.3.2009 kl. 17:58

15 identicon

Ég er alveg vissum það að ég sé sá eini sem haldi með Bulls hérna á Íslandi. Það halda allir með þessu blessuðu Lakers mönnum eða Boston, bara útaf því að þeir eru bestir, og svo er líka Cleveland og öll þau lið sem eru í 1-5 sæti.

Jason Orri (IP-tala skráð) 11.3.2009 kl. 19:30

16 Smámynd: Emmcee

Hornets hefur alltaf verið back-up liðið mitt.  Byrjaði að fíla Hornets þegar þeir voru í Charlotte, n.t.t. þegar þeir dröftuðu Larry Johnson frá UNLV, en datt svo út þegar þeir fluttu til New Orleans.  Chris Paul er samt einn af mínum uppáhaldsleikmönnum í deildinni í dag.

Knicks liðið draps í leik nr. 7 í úrslitunum 1994, gegn Houston Rockets þegar John Starks drullaði upp á bak.

"During the 2006 NBA Finals, Pat Riley, who was then coach of the Miami Heat, stated publicly for the first time, that sitting Rolando Blackman in favor of John Starks during Game 7 of the 1994 NBA Finals was a move he later regretted. Riley called it the biggest coaching mistake in his career and stated that he has never forgiven himself for it. Starks shot an abysmal 2 for 18 from the field in Game 7." - Wikipedia

Hahahah.

Emmcee, 11.3.2009 kl. 21:57

17 identicon

hahaha það er ekkert verið að skafa af hlutunum.

En varðandi grun Jasons Orra um að hann sé eini Bulls maðurinn á landinu þá er það alrangt.  A.m.k. 4 menn sem spiluðu með mér í ÍR á sínum tíma eru yfirlýstir Bulls aðdáendur. Þetta eru þeir Sveinbjörn Claessen, Davíð Fritzson, Steinar Arason (90% viss um hann) og Ólafur Júdas Sigurðsson. Ég held að megin þorrinn af þeim sem byrjuðu að fylgjast með NBA á svipuðum tíma og ég (í kringum ca. '92-'93) halda með Chicago Bulls því að þeir voru bestir þá.

Trausti Stefánsson (IP-tala skráð) 11.3.2009 kl. 22:21

18 Smámynd: Emmcee

Starason er Bulls-maður. 

Emmcee, 11.3.2009 kl. 22:37

19 identicon

Það er fátt fallegra en að sjá Tim Duncan smella honum spjalið ofan í. Áfram SA Spurs.

Ólafur Þórisson (IP-tala skráð) 12.3.2009 kl. 01:55

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband