Ég held ekki. Jú, þeir eru nokkrir helv. góðir í deildinni... Tony Parker, Jason Kidd, Rajon Rondo, Steve Nash, en CP3 er bara með allan pakkann. Consistent, ótrúleg boltameðferð og sendir boltann betur en DHL. Ekki nóg með það heldur er hann stöðug ógn í sókninni. Þokkaleg skytta en umfram allt alveg deadly þegar hann ræðst að körfunni.
Í nótt lék hann sér að Jason Kidd og félögum í Dallas Mavericks. Leiddi liðið með 27 stigum, 11/20 nýtingu og mataði samt hina leikmenn liðsins með 15 stoðsendingum. Umfram allt, þá var hann aðeins með 2 tapaða bolta og það á rúmlega 36 mínútum. Mögnuð sirkus atriði hjá honum í leiknum og þar á meðal þegar hann klobbar Jason Terry í hraðaupphlaupi.
Úr hinum leiknum í gær er helst að nefna blokkið frá Chris "Birdman" Andersen þar sem hann blokkar eitthvað weak shit frá Rudy Fernadez svo illa að hann sendir boltann beint í grillið á Rudy og útaf. Óhætt að kalla það FACE! Verst að Birdman lét svo LeMarcus Aldridge stappa í trýnið á sér stuttu síðar.
Anthony fór á kostum eftir leikbann | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Þú minnist ekki á Deron Williams þrátt fyrir að vera nýbúinn að hrósa honum. Deron er klárlega sá maður sem kemst hvað næst CP3. Ótrúlega fjölhæfur leikmaður og spilaði til að mynda mun betur en CP3 á Ólympíuleikunum. Hann er allavegna klárlega betri en þeir sem þú nefndir.
President (IP-tala skráð) 6.3.2009 kl. 13:13
Jú, sæll... steingleymdi D-Will. CP3 er þó að mínu mati örlítið betri. Ótrúlegur floor general og er að stýra þessu Hornets liði fáránlega vel. Ekki mikið um stórstjörnur þar. D-Will er með eilítið meira backup. Hann hefur líka örlítið meiri hæð, 6-3 vs. 6-0. En hann er klárlega miklu betri en hinir sem ég nefndi í greininni.
Damn, gleymdi D-Will... hvað er í gangi?! Þetta eru samt klárlega tveir langbestu point guardarnir í deildinni í dag.
Samanburður á þeim hjá ESPN Magazine:
http://sports.espn.go.com/espnmag/story?id=3659206
Emmcee, 6.3.2009 kl. 14:05
Svarið við spurningunni í fyrirsögninni er nei
Trausti Stefánsson (IP-tala skráð) 7.3.2009 kl. 18:53
Ooog það var alveg hárrétt, Þruma!
Emmcee, 7.3.2009 kl. 23:05
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.