Eftir að Shaq hafði sett 45 stig í andlitið á Chris Bosh (og reyndar einnig Andrea Bargnani) fór Bosh að væla í fjölmiðlum um að Shaq tjaldaði of lengi í teignum:
"He was just camping down in the lane. I mean, if theyre not calling three seconds - I thought it was a rule, but I guess not."
Bosh á augljóslega langt í land með að skilja að þegar þú skýtur á Shaq færðu það margfalt til baka. Big Cactus var ekki lengi að svara:
"I heard what Chris Bosh said, and thats strong words coming from the RuPaul of big men. Im going to do the same thing (in their next meeting) I did before - make him quit. Make'em quit and complain. Its what I do."
"RuPaul of big men"??? Hahahahha... þessi snillingur. Ég fæ hins vegar ekki séð nema tvö tilfelli þar sem kannski hefði verið hægt að dæma 3 sek. Shaq bara gersamlega skeindi sér á Bosh og Bargnani og reyndar allri Toronto vörninni.
Athugasemdir
Hahaa, Shaq er yndislegur. Skil hinsvegar ekki þetta væl í Bosh, þessi gæji er fáranlega soft og hann átti hreinlega ekki roð í Shaq frekar en hinir í kjúllarnir í Raptors. Suns skoruðu að mig minnir 92 stig inní TEIG í þessum leik og það án Stoudemire's, þú getur rétt ýmindað þér ef hann hefði verið með, þeir hefðu líklega farið hátt í 130-140 stig inní teig. Þessi front-court lína hjá Raptors þarf að fara taka lýsi, og skella sér í gym-ið, grátlegt að horfa upp á þetta Toronto lið í dag.
Arnór (IP-tala skráð) 2.3.2009 kl. 18:32
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.