Nique vs. Bird - playoffs 1988
2.3.2009
Talandi um Dominique Wilkins hérna áður minnti mig á hversu magnaður sá leikmaður var. Frægasta sagan af þeim gaur var þegar Hawks og Celtics mættust í sjöunda leik undanúrslita austur-deildarinnar 1988 í Boston. Það var nokkuð ljóst að hvorki Bird né Nique ætlaði að láta undan og gefa eftir leikinn. Nique setti 47 stig og Bird hrökk í gang í fjórða leikhluta og setti 20 af sínum 34 á þeim 12 mínútum sem eftir lifðu. Celtics unnu leikinn og þá rimmuna 4-3 og töpuðu svo 4-2 fyrir Detroit Pistons í úrslitum austursins. Lakers hins vegar tóku titilinn þetta árið.
Meginflokkur: Íþróttir | Aukaflokkur: NBA | Breytt s.d. kl. 12:53 | Facebook
Athugasemdir
Gúrka ?
Ómar Ingi, 2.3.2009 kl. 16:26
Nei, tómatur.
Emmcee, 2.3.2009 kl. 17:56
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.