Phoenix myrða Clippers annan leikinn í röð

Eftir 140-100 tap í fyrradag, þá reka Suns rítinginn enn dýpra í bakið á Los Angeles liðinu með 142-119 bursti í nótt.  Spurning um að skoða vörnina hjá Clippers eitthvað?  Stat með 42 kvikindi og nú vill hann ekkert fara frá Phoenix.  Vælukjói.


mbl.is NBA: Lakers á sigurbraut
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Horfði nú á þennan leik í nótt og virkilega gaman að sjá Stat loksins vera orðin 1st option í sóknarleiknum, þessi maður er einfaldlega beast og gjörsamlega óstöðvandi undir körfunni. Undir stjórn Porter var bara post-að Shaq upp og hinir horfðu á, en það er allt annað að sjá sóknarleikinn núna undir stjórn A.Gentry, (geri mig reyndar grein fyrir því að andstæðingur liðsins var ekki uppá marga fiska) en þó verður það að teljast nokkuð sterkt að skora back-to back 140+ stig.

Arnór (IP-tala skráð) 19.2.2009 kl. 17:40

2 Smámynd: Emmcee

Ég hef nú ekki fylgst mikið með Amare Stoudamire en mér finnst hann einhvern veginn vera nett sulta eftir þessi meiðsl sín.  Hann er ekki alveg jafn grimmur undir körfunni eins og hann var.  Það er hætta á að hann verði annar Antonio McDyess. 

Það er hins vegar vonandi að hann rífi sig upp núna þegar það er kominn annar þjálfari og önnur áhersla í sókninni.  Þetta er einhver svakalegasta framlína í deildinni og óskiljanlegt að ekki sé hægt að nýta hana betur.

Emmcee, 19.2.2009 kl. 17:55

3 identicon

Kannski full langt gengið að kalla manninn sultu eftir slík meiðsli sem hann lenti í, maðurinn er búinn að fara í 2 hné aðgerðir og er enn algjört beast, það eru fáir leikmenn í þessari deild sem búa yfir sömu snerpu, sprengikraft og styrk, hann hefur þetta allt. Hinsvegar hefur hann ekki náð að fylgja eftir sömu spilamennsku og á síðasta tímabili, þar var hann að salla 25-30 stigum og rífa niður tæp 10 fráköst á normal degi. En undir stjórn Porter naut hann sín hreinlega ekki, og það kannski vel skiljanlegt enda sóknarleikur liðsins á þeim tíma með eindæmum slakur og óskipulagður. Hinsvegar held ég að með komu A.Gentry og öðruvísi sóknaráherslum, eigi Stat eftir að stíga upp og enda seasonið með stæl. Ég sá nú einnig skemmtilega tölfræði um daginn, þar var verið að fara yfir hver ætti flestar troðslurnar í deildinni, og Stat var í 2.sæti aðeins 3 troðslum á eftir Howard.

Arnór (IP-tala skráð) 19.2.2009 kl. 18:49

4 Smámynd: Emmcee

Hann er ennþá svakalegur í teignum en fannst hann alltaf miklu meira monster hérna áður.  Réðst að körfunni af meiri krafti.  En það er mjög eðlilegt að menn fari mun varlega um eftir svona mikil meiðsl.

Stat er jú í öðru sæti yfir troðslur á þessu tímabili en það munar töluvert meira en 3 troðslum.  Svona nær 25 kvikindum skv. up-to-date tölfræði frá CBS Sports.  Tjekkit:

http://www.cbssports.com/nba/dunk-o-meter/yearly

Emmcee, 19.2.2009 kl. 19:44

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband