Slakur stjörnuleikur

Það var lítið um flugeldasýningar í þessum leik og maður farinn að geispa á tímabili.  Hælæt leiksins held ég að verði að vera Shaq/Kobe give-and-go, og þegar Howard tróð í smettið á Duncan.  LeBron átti líka spretti og fáránleg tilþrif en virtist vera að þvinga allt of mikið á tímabili.  Hann náði þó að spjalla aðeins við Jay-Z í hálfleik.  Chris Paul gæti þrætt nál með körfuboltanum og var að finna menn opna út um allan völl. 

Það leit út fyrir að þetta yrði leikurinn sem Shaq ætti að skína, enda sekkurinn á sínum eigin heimavelli.  Boltanum dælt á hann og Hack-a-Shaq aðferðin fjarri góðu gamni, enda All-Star leikurinn seint sakaður um að ganga út á varnartilþrif.  Kallinn skilaði þó sínu.  Átti nokkrar solid troðslur og ætlaði á tímabili að krossa Dwight Howard í seinni hálfleik, en dripplaði honum í fótinn á sjálfum sér.  Shaq gaf það út að þetta yrði hans síðast All-Star leikur ef ég skildi hann rétt, enda kallinn að detta í fertugt.  Það er samt alltaf gaman að horfa á þessa vitleysu þó gæði leiksins séu í lágmarki.


mbl.is Stjörnuleikur NBA: Öruggur sigur hjá vestrinu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Tek undir þetta, frekar slakur leikur og austrið var óhemju slappt og hálf grátlegt í seinni hálfleik. Það voru þó nokkur ágætis highlights, B-Roy og Kobe áttu nokkrar slummur, og Stoudemire tók eina windmill í lokin, sú var nett sem og baseline- troðslan hans. En ein spurning, getur verið að Kobe hafi slegið met í nótt með flestu skottilraunum í all-star leik ever eða?.. Maðurinn tók 27 skot á 25 mín, fullmikið fyrir minn smekk í leik eins og þessum.

Arnór (IP-tala skráð) 16.2.2009 kl. 12:22

2 Smámynd: Ómar Ingi

og þulirnir að reyna að drepa okkur úr leiðindum

Ómar Ingi, 16.2.2009 kl. 13:23

3 identicon

Ekki alveg rétt hjá Arnóri.

Menn eru alltaf duglegir að reyna að finna eitthvað á Kobe.

Kobe tók 23 skot á 29 mínútum, 4 skotum meira en Lebron tók á 27 mínútum.

Metið eiga þeir Michael Jordan og Rick Barry en þeir tóku 27 skot í einum leik.

Leikurinn hjá hjá Jordan var framlengdur og spilaði hann 36 mínútur, hitti úr 9 skotum og var með 20 stig í tapleik.

President (IP-tala skráð) 16.2.2009 kl. 14:37

4 Smámynd: Emmcee

Jordan er samt og verður alltaf langbestur og Kobe sér ekki einu sinni hvar Jordan var með hælana.

Emmcee, 16.2.2009 kl. 14:48

5 identicon

Þú ert þá væntanlega að tala um Jordan Farmar

President (IP-tala skráð) 16.2.2009 kl. 15:47

6 Smámynd: Emmcee

Jú, mikið rétt.  Jordan Farmar, AKA Dumbo.

Emmcee, 17.2.2009 kl. 11:29

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband