Choke.is
5.2.2009
Ljóta helvítis vitleysan að láta Blika vaða inn í Hellinn á drullugum skónum og taka sigurinn með sér heim. Ég kom í hálfleik og sá að allt var jafnt, Eazy með 17 stig og allt útlit fyrir fínan leik. Heldur betur ekki. Blikar byrja seinni hálfleik með fáránlegri þriggjastigaskotkeppni þar sem nánast allir í liðinu fengu að negla bombum neðan úr bæ án mikilla varnartakta hjá ÍR. Sovic með þrista tvo metra fyrir utan línuna og þar fram eftir götunum.
Mínir menn spýttu þó í lófana þegar líða tók á 3. fjórðung með Starason gersamlega oní brókunum á Sovic og leyfði honum varla að anda án þess að hafa fyrir því. Fínn sprettur með mikilvægum körfum frá Stara, Reggie og Svenna. Dómararnir gersamlega í bullinu þetta kvöldið að dæma tóma þvælu út um allt gólf. Botninn tók hins vegar úr þegar dæmdur var ruðningur á Eazy, í stöðunni 88-89, þar sem hann var búinn að senda boltann á Svenna sem setti hann í spjaldið og oní auk þess sem varnarmaðurinn stóð nánast undir körfunni. Pivotal dómur sem var eins og sagði í fréttinni allt of strangur svona í blálokin á hnífjöfnum leik. Reggie tsjókaði svo á vítalínunni þar sem hann hefði getað jafnað leikinn og án efa tryggt framlengingu.
Botnslagur og fallbarátta er það sem blasir við mínum mönnum.
![]() |
Blikar lögðu ÍR í Seljaskóla |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Flott Hausmynd hjá þér
Ómar Ingi, 6.2.2009 kl. 15:01
hjartanlega sammála honum Ómari Inga Friðleifssyni. Þú gæti ekki verið með fallegri hausmynd.
Tussi Þruma (IP-tala skráð) 7.2.2009 kl. 23:23
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.