Útgáfa nýju 50 Cent plötunnar frestað

50Cent_Before.I.Self.Destruct 

Útlit er fyrir að nýja Fiddy platan, Before I Self Destruct, komi ekki út 3. feb eins og planað var.  Útgáfunni hefur verið frestað þar til í mars en nákvæm dagsetning hefur ekki verið gefin upp.  Er Fiddy bara orðinn upptekinn við kvikmyndaframleiðslu svo hann má ekki vera að þessu?  Fyrir þá sem ekki vita þá hefur hann stofnað kvikmyndafyrirtækið Cheetah Vision og nú þegar keypt nokkur handrit til framleiðslu.  Stick to hip hop, dogg.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ómar Ingi

Maðurinn er einn sá heimskasti sem uppi er og þessi horbjóður sem hann kallar kvikmyndir er ekkert minna en rusl svo mikið rusl að ekki einu sinni Myndform myndi gefa þetta út.

Ómar Ingi, 21.1.2009 kl. 19:10

2 identicon

merkilegt að nýju singúlarnir hans séu ekki að fá meira hlustun

ír (IP-tala skráð) 22.1.2009 kl. 10:22

3 Smámynd: Þórður Helgi Þórðarson

NOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOO ég var farinn að hlakka svo geðveikt til, frábær listamaður!! Var ahnn ekki skotinn 9 sinnum??? það ætti að skjóta þessa aumingja sem skutu hann!

Þórður Helgi Þórðarson, 22.1.2009 kl. 12:36

4 identicon

Held það sé nú varla hægt að drulla yfir 50 Cent og segja að hann sé heimskur.

Hérna er Forbes Hip-Hop Rich List 2008

1. 50 Cent ($150 million)
2. Jay-Z ($82 million)
3. Diddy (P Diddy, Puff Daddy, Sean Combs, Get over yourself etc) ($35 million)
4. Kanye West ($30 million)
5. Timbaland ($22 million)
6. Pharrell ($20 million)
7. Swizz Beats ($17 million)
8. Snoop Dogg ($16 million)
9. Dr. Dre ($15 million)
10. Ludacris ($14 million)
11. T.I. ($13 million)
11. Lil Wayne ($13 million)
12. Eminem ($12 million)
12. Common ($12 million)
12. Akon ($12 million)
13. Jermaine Dupri ($11 million)
13. Lil’ Jon ($11 million)
14. OutKast ($10 million)
14. Chamillionaire ($10 million)
14. The Game($10 million)

Helvíti gott hjá heimskum manni....

President (IP-tala skráð) 22.1.2009 kl. 14:39

5 Smámynd: Þórður Helgi Þórðarson

Ég veit ekki betur en Jessica Simpson hafi grætt helling á sinni "tónlist" vel gefin stelpa?

Ég veit lítið um gáfnafar 50 en þessi 12 ára drengur sem er að verða kynþroska ætti snúa sér að öðru en að semja texta fyrir hann.

Hann er kannski heimskur en mikið djöfull er hann leiðinlegur!

Þórður Helgi Þórðarson, 22.1.2009 kl. 15:10

6 identicon

Munurinn á Jessicu Simpson og 50 er að 50 er ekki bara að græða á tónlist sinni. Hann er að markaðssetja sig til andskotans og má eiga það að hann gerir það vel. Risa skósamningur við Reebok, tölvuleikir, rakspíri eru á meðal þess sem hann mokar til sín seðlum á en stærsti hluti tekna hans komu með sölu fyrirtækis sem framleiddi Vitamin Water drykkinn en 50 átti 10% hlut þar. Á því einu og sér fékk hann 400 milljónir dollara inn á bók.

Má vera að hann sé leiðinlegur, geri leiðinlega tónlist, semji ömurlega texta og geri myndir sem eru svo mikið rusl að ekki einu sinni Myndform gefur þær út en ég held að honum sé nákvæmlega sama þar sem að hann kann að græða cash money.

Því held ég að það sé mjöööög erfitt að kalla manninn heimskan. Þetta er bara fanta góður business gaur burtséð frá öllu öðru.

President (IP-tala skráð) 22.1.2009 kl. 15:40

7 Smámynd: Ómar Ingi

Prez þetta er of heimskt hjá þér til að svara og segir sig sjálft

Ómar Ingi, 22.1.2009 kl. 18:12

8 identicon

Er 50 ekki business maður? Endilega rökstyddu.

President (IP-tala skráð) 22.1.2009 kl. 19:22

9 Smámynd: Emmcee

Jahá!  Gaman að sjá alvöru umræður hér.  Ég einfaldlega get ekki kvittað undir þá ályktun að 50 Cent sé heimskur.  Maðurinn self-made-millionaire, þó með góðri hjálp frá Dr. Dre og Eminem, en hann hefur spilaðu mjög vel úr því sem hann fékk í hendur.  Það hafa margir tónlistarmenn náð hærri hæðum en hann og skitið algerlega upp á bak með fjármál og tónlist sína. 

Fiddy er þeim stað núna á ferlinum að hard-core hip hop liðið hatar hann vegna þess að hann er svo commercial.  Svo er liðið sem einfaldlega hatar allt rapp og hatar þá hann vegna þess að hann er hálfgerður holdgervingur rapptónlistar nú til dags.  Hann er hins vegar að ná mjög breiðum fan base, með 34 milljón plötur seldar um allan heim... and counting. 

50 Cent er að því virðist mjög góður bissnessmaður.  Vitamin Water fjárfestingin kvittar undir það ein og sér.  Sjáið bara listann sem President setti hér inn.  Hann toppar Forbes Hip Hop listann í fyrra og gaf ekki einu sinni út plötu á árinu.  Tölurnar tala sínu máli.

Það er enginn að segja að maðurinn kjúfi atóm í frítíma sínum en hann kann sitt fag og það er að skila sér inn á tékkareikninginn hans.  Hvort hann sé leiðinlegur og semji lélega texta er einfaldlega álit hvers og eins.

Emmcee, 22.1.2009 kl. 22:41

10 Smámynd: Ómar Ingi

Texta

PLEASE

Eina sem hann hefut getað markaðsett eru gæarnir sem hann nánast fékk til að skjóta sig vegna heimsku sinnar því hann heldur að hann sé eitthvað sem hann verður aldrei.

Hann hefur átt lög vinsæl en það gerir hann ekki að meiri manni en Bubba Morteins eða Erpi.

Hann hefur í sínum viðtölum sínu viðmóti og hegðun í fjölduframleiðslu af slöppu rappefni verið sá sem helst hefur unnið rappið  niður í ræsið.

Ekki þarf að ræða þá skoðun mína meira vegna þess að þið eruð ekki sammála henni en hann er einn af þeim heimsku mönnum sem skaðað hafa rappið meira en nokkur hefur getað gert frá því að það komst til eyrna og heyrna okkar.

svo er hann að auki ljótur, leiðinlegur, og heldur að hann geti rappað og leikið en það er ekki svo ekki eins og ég vil að rapp sé sagt að það sé rapp.

Hann tók góðan hlut og stútaði honum

Það er auðvitað bara mitt mat en ég er ekki sá eini  

Ómar Ingi, 23.1.2009 kl. 00:02

11 Smámynd: Þórður Helgi Þórðarson

Ef hann er holdgerfingur rappsins þá er ástæðna komin fyrir því hversu lélegt það er síðustu ár.

Hefði frekar sagt að Lil Wane væri maðurinn, frumlegegir taktar og ekki þessi 12 ára strákur að semja textana.

"Hvort hann sé leiðinlegur og semji lélega texta er einfaldlega álit hvers og eins" Er það lífsins mögulegt að þú Emmcee segir að textar hans séu góðir?

Endilega svaraðu þessu, ég á mjög erfitt að persóna eldri en 10 ára sé að fyrirgefa þessa texta!!!

Þórður Helgi Þórðarson, 23.1.2009 kl. 11:29

12 Smámynd: Emmcee

"Opinions are like assholes. Everybody's got one and everyone thinks everyone else's stinks."  Hehe...

Síðast þegar ég tékkaði þá snérist umræðan um hvort 50 Cent væri heimskur eða ekki (eins fáránlega og það hljómar).  Ég get ekki sagt að textar Fiddy séu þeir bestu í heimi og hef nýverið gert grín að þeim.  Þeir eru fínir þegar snýr að flæði en innihaldið er ekki upp á marga fiska.  Það eru afskaplega fáir núlifandi rapparar með merkilegt innihald í textum.

Veit ekki með að Lil Wayne sé alveg það allra besta í hip hoppinu í dag.  Hann er klárlega stærsta nafnið í bransanum.  Tha Carter III var project sem augljóslega var ætlað að verða stórt.  Dýrir pródúserar út um allt, margir gestaperformerar, mikið hæp og úr verður besta rappplata ársins.  Ég tek alveg undir það.  Seldi yfir milljón eintök fyrstu vikuna.  Hins vegar eftir það, núna þegar hann er orðinn stærsta númerið í hip hoppinu, heitir hann núna "Featuring Lil Wayne" þar sem hann er gestaperformer hjá nánast öllum sem eitthvað gefa út í dag.  Hann ælir út 2-3 mixteipum á mánuði og er algerlega að míga frá sér öllu sem búið er að byggja upp, að mínu mati. 

Ég ætla ekki að fara út í þá umræðu hvor sé betri, 50 Cent eða Lil Wayne.  Það er huglægt mat hvers og eins.  Hins vegar er Fiddy komin lengra á kúrfuna hvað viðskipti varðar.  Lil Wayne er þó búinn að stofna útgáfufyrirtæki og með einhver fleiri verkefni í gangi. 

Emmcee, 23.1.2009 kl. 13:38

13 Smámynd: Þórður Helgi Þórðarson

Er sá litli þá ekki að mjólka kúnna? með þá væntanlega svakalegt viðskiptavit?

....well i don´t know.... vonandi gerir hann allavega ekki mynd!

Þórður Helgi Þórðarson, 23.1.2009 kl. 16:37

14 Smámynd: Emmcee

Jú, en öllu má nú ofgera...

Emmcee, 24.1.2009 kl. 13:21

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband