Umdeildur dómur bjargar Spurs
15.1.2009
Trevor Ariza eða Travel Ariza eins og hann er kallaður í dag, fær dæmd á sig skref á síðustu sekúndum leiksins. Fyrir það fyrsta er það álitamál fyrir mér hvort þetta sé á annað borð skref og svo er spurning um hvort Ginobili hafi ekki brotið á honum rétt áður. Hvað finnst ykkur?
Lakers tapaði fyrir San Antonio | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Á þessum myndum get ég ekki séð að Fisher komi við manninn og Ginobili fór klárlega í fæturna á Ariza. Skrítinn dómgæsla vægast sagt.
En ég er náttúrulega ekki hlutlaus þannig að kannski er ég bara blind homer.
Annars er fínt að Lakers tapi af og til svona til þess að vekja þá reglulega. Eru að krúsa þetta full mikið finnst mér. Menn verða að spila vörn að minnsta kosti í 5 hverjum leik.
President (IP-tala skráð) 15.1.2009 kl. 14:17
Annars er fínt að Lakers tapi
Stendur uppúr hjá Prez
Ómar Ingi, 15.1.2009 kl. 16:26
Þetta var bara leikleysa hjá Ariza. Reynir að dræva á 2-3 menn á meðan Odom er galopinn fyrir utan. Vægast sagt vandræðaleg spilamennska þetta. Er þetta LA lið virkilega meistaraefni í ár?
Óli Þóris (IP-tala skráð) 17.1.2009 kl. 00:05
Í fyrsta lagi var Bonner rúmlega 5 sekúndur að koma boltanum á Mason í innkastinu.
Í öðru lagi er ekki sjáanleg villa á Fisher.
Í þriðja lagi losnar Odom ekki fyrr en Ariza keyrir að körfunni.
Emmcee, 17.1.2009 kl. 10:38
Það breytir því ekki að Ariza hefði átt að dissa honum út á Odom sem var frír eftir að Ariza dró að sér 2-3 varnarmenn.
Óli Þóris (IP-tala skráð) 17.1.2009 kl. 15:02
True true
Emmcee, 17.1.2009 kl. 15:57
Travel Ariza virðist samt vera rétta nafnið á hann. Er að horfa á Heat-Lakers síðan 11. jan og hann er búinn að skrefa ca. þrisvar í fyrri hálfleik.
Emmcee, 17.1.2009 kl. 17:32
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.