Loksins remastered útgáfa af einni bestu rapp-plötu allra tíma, Paul's Boutique með Beastie Boys.
"In the new coming year, it will be 20 years since the release of Paul's Boutique. To celebrate this, the band is going to release a special 24-bit digitally remastered version of the album. Insound.com reports that it will be available in CD format with an 8-panel, eco-friendly limited edition fold-out poster. It will also include a free digital download for a track-by-track commentary by the band discussing each song over the music (Paul's Boutique "The Director's Cut" bonus audio). The album will be released on January 27, 2009."
Hookup: Mic to Mic
Tvímælalaust tímamótaverk í sögu hip hop tónlistar með yfir 100 sömpl í 15 lögum. Pródúsuð af snillingunum og brautryðjendunum í The Dust Brothers. Kíkið á grein Wikipedia um Paul's Boutique þar sem snilldin er tíunduð. Þetta var kallinn að blasta fyrir 20 árum síðan, en platan hefur elst alveg einstaklega vel og rúllar alveg massavel í dag líka. Skyldueign fyrir alla óldskúl hipp-hoppara, jafnt sem nýliða. Cop dat shit!
Hey Ladies... sjiiii þetta verður ekki betra.
Athugasemdir
Overated
Ómar Ingi, 13.1.2009 kl. 22:03
Nei, nú fórstu yfir strikið Ómar. Þú ert augljóslega alveg búinn að missa það.
Emmcee, 13.1.2009 kl. 22:26
Ómar, ekki vera með svona óábyrga yfirlýsingu á þessum óvissutímum.
eazy (IP-tala skráð) 14.1.2009 kl. 09:18
Þetta var gott myndband þangað til að Beastie Boys komu. afhverju rænir enginn Beastie Boys . það eru fleiri en ég sem hata þá. vonandi.
President (IP-tala skráð) 14.1.2009 kl. 09:19
hef nú aldrei fílar bb neitt sérstaklega - fyrir utan eitt og eitt lag, Paul´s boutique er þó fín, þeirra langbesta. Þegar valið stendur á milli hvítra old school rappara þá vel ég 3rd bass frekar en bb;)
krissi (IP-tala skráð) 14.1.2009 kl. 17:06
Jú, 3rd Bass áttu spretti en ekkert í líkingu við þessa plötu að mínu mati. Þarf að skella lagi með þeim hérna einhv. tímann.
Emmcee, 14.1.2009 kl. 17:41
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.