Kanye West sample yfirlit
16.12.2008
Engum blöðum um það að fletta að Kanye West er einn alfærasti pródúserinn í bransanum. Eftir þessu myndbandi að dæma sækir hann innblástur og hljóðbúta víðs vegar um tónlistarflóruna, allt frá Daft Punk til Michael Jackson og alla leið yfir í Alan Parsons Project. Mann langar bara til að renna yfir gömlu plöturnar hans eftir að hafa hlustað á þetta. Props til Danna Prez fyrir þessa sendingu.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.