Samdráttur vs. samþjöppun
5.1.2011
Ekki misskilja að ég sé ekki illa haldinn af menntasnobbi þó ég taki fram, áður en lengra er haldið, að LeBron James hafi ekki farið í háskóla áður en hann fór í draftið. Hann hins vegar hikstaði all verulega á orðinu "contraction" um daginn og misskilningur hans á orðinu varð til þess að mikill stormur myndaðist í vatnsglasi NBA deildarinnar.
Fyrir skömmu sagði LeBron í viðtali að samdráttur (e. contraction) væri deildinni til góða og héldu þá allir að hann vildi láta fækka liðum í deildinni. Vakti þetta hörð viðbrögð margra lakari NBA liðanna.
LeBron varð hins vegar mjög hissa á öllu þessu fjaðrafoki og kom þá upp úr dúrnum að hann átti við að samþjöppun (e. consolidation) þar sem fá lið hafa marga mjög góða leikmenn og nefndi níunda áratuginn því til röskuðnings, þar sem Lakers, Pistons, Celtics og 76ers domineruðu deildina.
Aaaaaah... nú skil ég. But, hey... who cares?! Hvað eru menn að pirra sig yfir þessu? Ritstjórn NBA Ísland þekkir ekki muninn á hreindýri og dádýri (Dæmi A, Dæmi B, Dæmi C), og ekki eru menn að pirra sig yfir því. I'm jus'sayin'!
Meginflokkur: Íþróttir | Aukaflokkur: NBA | Breytt 6.1.2011 kl. 13:04 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.