NBA tímabilið byrjar í kvöld

Ég er ekki frá því að fyrsta leik nokkurs NBA tímabils hafi nokkurn tíman verið beðið með jafn mikilli eftirvæntingu og sá leikur sem mun hefjast í TD Garden kl 23:30 í kvöld.  Það eru hvorki meira né minna en turnarnir tveir í austurdeildinni sem munu heyja baráttu í fyrsta leik vetrarins.  Hinir nýju Big 3 mæta hinum gömlu Big 3.  Það er þá heldur betur eldskýrnin fyrir hið nýja stórstjörnulið Miami Heat að þurfa að mæta austurstrandarmeisturunum síðan í fyrra í sínum fyrsta deildarleik.  Það er gríðarlega mikilvægt fyrir bæði lið að vinna þennan leik til sýna hinum liðunum í austrinu hver munir ráða ríkjum þar, en þó ekki síst fyrir Miami til að þagga niður í háværum gagnrýnisröddum.

Ekki vantar söguna á milli þessarra liða - þó hún sé ekki löng þá er hún þó nokkur.  Boston sló út Miami í fyrstu umferð úrslitakeppninnar í fyrra 4-1 og Dwyane Wade hefur eflaust harm að hefna þar.  Boston sló einnig út Cleveland 4-2 í annarri umferð þar sem LeBron James skeit upp á bak í fjórða, fimmta og sjötta leiknum.  'Bron vill eflaust sýna Boston að það sé ekki að fara að gerast aftur.  Shaquille O'Neal sem spilað hefur bæði með Wade og James er nú kominn til Celtics og verður að öllum líkindum í byrjunarliði Boston.  O'Neal og Wade hafa á misáberandi hátt eldað grátt silfur saman, þó ekki fari fyrir neinu nema vináttu milli Shaq og James.  Shaq hins vegar hefur kallað Chris Bosh "RuPaul of Big Men" og Bosh vill eflaust leiðrétta það.

Þetta verður svo sannarlega epísk körfuboltaveisla með drama og troðslu hægri vinstri, en því miður hefur Stöð 2 Sorp Sport ekki séð sóma sinn í að reyna að redda sýningarrétti á þessum leik fyrir NBA þyrsta Íslendinga og þurfa þeir að mínu mati að fara að hysja allsvakalega upp um sig brækurnar fyrir þetta tímabil.  Þetta er bara sorglegt.

Fram að leik mæli ég með að fólk kíki á þennan myndbandsbút um það sem koma skal.

Update!  Nýjustu fregnir herma að leikurinn verði sýndur á Stöð 2 Sport í beinni útsendingu í kvöld og muni útsending hefjast kl 23:25.  Stjórnendur Stöðvar 2 Sports létu verða af því redda okkur þessum leík í beinni og kann ég þeim góða þakkir fyrir - en af þessu hefði ekki orðið nema fyrir ykkur lesendur góðir og NBA fíkla, því þeir fóru ekki að hafa fyrir þessu fyrr en póstum og kvörtunum frá ykkur hafði rignt yfir þá.  Vel gert hjá ykkur og hafið þakkir fyrir.  Njótum vel í kvöld.  Hver veit nema við verðum bara með live chat hérna eða á Facebook.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þeir sem vilja fylgjast vel með deildinni og horfa á leiki bæði í beinni og hvenær sem maður vill þá mæli ég með https://ilp.nba.com/nbalp/secure/registerform

Kostar vissulega helling en er í frábærum gæðum.

scalabrine (IP-tala skráð) 26.10.2010 kl. 20:17

2 identicon

það er hægt að fá reynsluáskrift til 1 nóv,  er að horfa á bos-mia  og þetta eru fáránlega góð gæði eins og scalabrine bendir á ;)

Hjalli (IP-tala skráð) 26.10.2010 kl. 23:50

3 identicon

Sam Perkins, Antonio Daniels og Cleveland?! Veit ekki hvort er ryðgaðara liðin eða BB.

scalabrine (IP-tala skráð) 27.10.2010 kl. 00:02

4 Smámynd: Ómar Ingi

Heyrði í morgun að leikurinn hefði verið sýndur á Sorpinu ?

En djöfull var nú gaman að Miami töpuðu :)

Ómar Ingi, 27.10.2010 kl. 09:26

5 Smámynd: Emmcee

Celtics eru bara með solid vel þjálfað og skipulagt lið.  Frábær vörn.  Halda þessu stjörnuliði Heat í 80 stigum.  Nú mega Heat bara tapa 9 leikjum í viðbót ef þeir ætla að jafna met Chicago Bulls tímabilið 95-96.  Bulls byrjuðu 5-0 það tímabil, so good luck.

Emmcee, 27.10.2010 kl. 10:18

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband