Chris Paul fer hvergi... ennþá

New-Orleans-HornetsGengið var frá fjögurra liða, fimm leikmanna skiptum í gær þar sem New Orleans Hornets, Houston Rockets, Indiana Pacers og New Jersey Nets skiptust á leikmönnum.  Trevor Ariza fer til Hornets, Troy Murphy fer til Nets, Courtney Lee fer til Houston og Darren Collison og James Posey fara frá New Orleans til Indiana.

Indiana Pacers fara heim með vinninginn eftir þessi viðskipti.  Láta frá sér Troy Murphy sem er jú solid 15-10 leikmaður þegar hann getur spilað en hann hefur ekki spilað heilt tímabil frá því hann var nýliði.  Fá í staðinn gamlan ref í James Posey sem getur heldur betur dottið sterkur inn þegar hann tekur sig til og einn efnilegasta PG deildarinnar í Darren Collison.  Sá gutti hefur verið undir góðri handleiðslu Chris Paul síðastliðið tímabil og fyllti heldur betur og í skarðið sem Paul skyldi eftir sig á meðan hann var í meiðslum góðan hluta tímabilsins. 

Hornets finnst mér hins vegar vera að tefla á tæpasta vað með þessum hreyfingum.  Fá jú fínasta leikmann í Trevor Ariza sem er 15 stiga maður sem spilar einnig góða vörn, en láta hins vegar frá sér Collison.  Ákveði svo Chris Paul að pakka í tösku og beila sumarið 2012 verða þeir í tómum vandræðum.  Hornets sendu einnig frá sér Julian Wright til Toronto fyrir Marco Belinelli í gær.

Nets taka sjensinn á Troy Murphy og Rockets fá Bónus-útgáfuna af Trevor Ariza í Courtney Lee.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hornets ætla að leggja allt undir og veðja á Chris Paul. Þetta er samt eitthvað sem þeir þurftu alltaf að gera, þ.e. að skipta öðrum leikstjórnandanum út.

Ég er ánægður með að þeir tóku af skarið en að sama skapi getur svo vel verið að þetta þýði að byggja þurfi upp glænýtt lið árið 2012. Það hefur samt sýnt sig oft að GM-arnir verða að þora að taka áhættur til að lið þeirra geti náð alvöru árangri og það er greinilegt að Dell Demps er ekki hræddur við það. Bjartsýna hliðin mín segir að þeir verði í topp 4 í vestrinu í vetur og nái svo að sannfæra Carmelo Anthony að koma á næsta ári þegar samningurinn hans Peja Stojakovic klárast. Ég veit að þetta er longshot en það er ekkert sem bannar manni að láta sig dreyma.

Trausti Stefánsson (IP-tala skráð) 12.8.2010 kl. 09:25

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband