Tom Haberstroh, hjá ESPN tvittaði nýverið:
LeBron with Shaq last year: Cavs +3.4 pts per possession. LeBron without Shaq? +15.7. That experiment was fun wasn't it?
Jú, Shaq átti erfitt uppdráttar í sókninni hjá Cavs og þvældist oft fyrir, en nærvera hans í vörninni gerði mikið gagn. Cavs og Suns (tvö síðust liðin sem Shaq spilaði með) spiluðu hraðan leik á meðan Celtics eru varnarmiðað lið sem einblínir á að hægja á leiknum og spila úr kerfum. Því myndi ég telja Shaq vera kominn á góðan stað.
Fjarvera Kendrick Perkins fram í janúar eða febrúar á næsta ári mun eflaust skila slatta af mínútum til Shaq en ég er nokkuð viss um að Jermaine O'Neal verði frekar látinn sitja á bekknum í upphafi tímabils.
Ekki má heldur gleyma því að Doc Rivers er að mínu mati mun betri þjálfari en Brown og D'Antoni (með fullri virðingu fyrir þeim tveim) og tel ég það verði Shaq til happs.
Ég er alla vega spenntur fyrir þessari tilraun hans Danny Ainge og þar að auki gerir hún fyrsta leik liðsins í haust gegn engum öðrum en The Three Kings aka The New World Order aka Miami Heat, töluvert meira spennandi.
Athugasemdir
Flottur í gönguboltann í Celtics. Tapa a.m.k. ekki á þessu.
Svenni Claessen (IP-tala skráð) 6.8.2010 kl. 15:44
Hann verður flottur svona grænn , það fara nokkrar dósir af málningu á kallinn
Ómar Ingi, 7.8.2010 kl. 11:36
Shaq var með þessu sennilegast að tryggja það að hann verður besti leikmaður í sögu NBA sem fær ekki treyjuna sína hengda upp í rjáfur.
President (IP-tala skráð) 8.8.2010 kl. 02:19
Ósammála því... Orlando á eftir að gera það ef Lakers gera það ekki.
Emmcee, 8.8.2010 kl. 09:43
Það held ég að sé afar ólíklegt.
Shaq gerði í raun ekkert fyrir Orlando. Hann kom þeim jú í úrslitin ásamt Penny Hardaway en þar var þeim sópað og ári seinna duttu þeir út gegn Bulls.
Eftir þetta fór Shaq til Lakers og Orlando stuðningsmenn eða félagið hafa ekki enn fyrirgefið honum það hvernig hann fór. Ekki batnaði það þegar hann fór til Miami og enn jókst hatur Orlando manna á honum þegar hann eyddi síðasta ári í það að hrauna yfir Dwight Howard og Stan Van Gundy. Þannig að ég efast um að Orlando vilji heiðra manninn.
Með Lakers þá vann hann þrjá titla og því klárt mál að ef allt hefði verið eðlilegt þá myndu Lakers hengja upp treyjuna hans. En það er allt fjarri því að vera eðlilegt. Shaq fór með miklum látum og hraunaði yfir Jerry Buss og fjölskyldu hans. Fjölskyldu sem mun eiga félagið um ókomin ár. Hann hélt áfram að hrauna yfir Lakers næstu árin og ekki síst Kobe Bryant aðalstjörnu Lakers manna sem er dýrkaður og dáður í LA. Við hvert einasta hraun sem Shaq lét frá sér fara þá, eins og í Orlando, jókst hatur stuðningsmanna liðsins á manninum og er baulað á hann verulega þegar hann mætir í Staples Center. Heldur þú að það hatur minnki með því að sjá Shaq í grænu treyju Boston manna? Lið sem gæti mögulega verið að berjast við Lakers um titilinn í júní á næsta ári. Og hvað þá að Lakers vilji heiðra mann sem er í jafn litlum metum hjá stuðningsmönnum sem og eigendum liðsins.
Shaq eins frábær og hann var eyðilagði mikið fyrir sér með þessum eilífum skotum sínum á félögin sem hann var hjá þegar hann fór frá þeim. Hann gerði það sama hjá Miami og þar eins og hjá Lakers og Orlando er hann afar illa liðinn af stuðningsmönnum liðsins.
Vilja liðin heiðra slíkan mann?
President (IP-tala skráð) 8.8.2010 kl. 13:15
Og svona til að hafa eitt á hreinu þá er ég Lakers maður og ég vil fá treyjuna hans upp í rjáfur. Hún á heima þar eftir alla titlana sem hann vann með Lakers.
En því miður þá er ég hræddur um að ég sé í algjörum minnihluta.
President (IP-tala skráð) 8.8.2010 kl. 14:29
Ja, mér myndi alla vega finnast það súrt að sjá ekki nafnið hans og númer uppi í Staples Center þegar hann loksins ákveður að leggja skóna á hilluna. Þetta er laaaaang mest dominat center í sögu körfuboltans og var einmitt algjört beast þegar hann spilaði fyrir Lakers. Algjörlega óstöðvandi. En hann er ekki gallalaus persóna líkt og þú hefur réttilega bent á og mögulegt að það muni draga dilk á eftir sér og setja blett á legacyið hans.
Emmcee, 8.8.2010 kl. 23:17
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.