Man einhver eftir Brian Scalabrine?
11.5.2010
Það er af sem áður var þegar blökkumenn fundust á stangli í Boston Celtics liðinu, en í dag er hugtakið "sjaldséðir eru hvítir hrafnar" hvergi eins viðeigandi og í Boston. Á rosternum þeirra þetta árið eru aðeins 2 hvítir leikmenn. Maður hefði hins vegar haldið að snjóhvítur rauðhærður gutti eins og Brian Scalabrine fengi smá ríspekt í Beantown, þar sem Írar hafa skotið djúpum rótum.
Nei, heldur betur ekki ef eitthvað er að marka þetta myndband. Liðstrúðurinn Brian Scalabrine, sem fær ekki einu sinni að vera í búning í þessari úrslitakeppni, ætlar að vera duglegur að peppa félaga sína upp og gefa þeim "fævið" en fær litlar undirtektir.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.