"Slagur" í Boston

Það er náttla bara súrkál í hausnum á Kevin Garnett.  Hann þyrfti að átta sig á því að úrslitakeppnin er byrjuð og þeir eru að fást við lið sem gæti allt eins slegið þá út.  Tveir ollar í Q-Rich, tvær tæknivillur og hent út úr húsinu.  Þetta hlýtur að kalla á bann, nema Stu Jackson haldi annað.  Garnett spilaði ekkert með Celtics í úrslitakeppninni í fyrra vegna meiðsla og nú í fyrsta leik keppninnar í ár daðrar hann við að ná sér í leikbann.  Celtics-aðdáendur eiga betur skilið að mínu mati.

Garnett hefur hrapað hratt og stöðugt í áliti hjá mér síðan Celtics unnu titilinn 2008.  Paul Pierce líka.  Garnett var eitt sinn baráttujaxl og fórnaði sér öllum í leikinn.  Nú er hann enn meiddur á hné í huganum og þorir varla að hreyfa sig án þess að hlífa hnénu.  Paul Pierce var einnig eitt sinn nagli og lét fátt stöðva sig.  Í lok september árið 2000 var hann stunginn mörgum sinnum í andlit, háls og bak á skemmtistað í Boston.  Pierce var hins vegar mættur til í slaginn í fyrsta leik Boston um tveim mánuðum síðar og byrjaði alla leiki liðsins það tímabil.  Nú má ekki blása á manninn þá er búið að sækja hjólastól.

Þetta atvik er hins vegar illa steikt að mínu mati.  Q-Rich fer þarna óðslega að þeim og gæti allt eins verið ógnandi, en viðbrögð Garnett eru út úr kú.  Q-Rich sagðist á blaðamannafundi hafa kallað Pierce leikara:

"He started to talk to me, so I talked back," Richardson said. "I don't have any business talking to [Pierce], he was on the ground crying. I don't know what was going on, two actresses over there, that's what they are."  "I don't like them, and they know it," Richardson added. "Sometimes he [Pierce] falls like he's about to be out for the season, and then he gets right up. That's all I said."

Ekki frá því að Q-Rich hafi hitt naglann á höfuðið.  Celtics þurfa samt á Garnett að halda þó hann sé helmingurinn af því sem hann var áður og hann og Paul Pierce þurfa að draga hausinn úr rassgatinu á sér og spila körfubolta ef Celtics ætla sér að eiga séns.

HookUp:  ESPN.com


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Emmcee

Update:  Garnett fékk eins leiks bann fyrir þetta.  Mjög töff, Kev!

http://www.nba.com/2010/news/04/18/garnett.suspend/index.html?rss=true

Emmcee, 19.4.2010 kl. 00:14

2 identicon

Ég pósta hérna því sama og ég sagði á síðuni hjá Jasoni vini okkar:

Mikið rosalega er Garnett mikill HÁLFVITI, hef ekki þolað hann í mörg ár og þetta er bara til að styrkja mig í þvi. Svona án gríns þá held ég að orðatiltækið "shit for brains" hafi verið búið til um hann.

Held að hann megi bara vera sáttur við einn leik í bann. Vona innilega að Heat menn nýti sér þetti og salti þessa vælukjóa og gamalmenni þarna í Celtics.

Go Lakers!!!!

Siggi (IP-tala skráð) 19.4.2010 kl. 00:59

3 Smámynd: Emmcee

Joakim Noah um Garnett:

“I’m going to say it: He’s a dirty player,” Noah said following Bulls practice Sunday.

“I don’t make the decisions,” Noah said. “But he’s always swinging elbows man. I’m hurting right now because of an elbow he threw. It’s unbelievable. He’s a dirty player. It’s one thing to be competitive and compete. But don’t be a dirty player man. He’s a dirty player. That’s messed up. I’m really excited about that (Heat-Celtics) series. It’s going to be fun. I hope they put (Jamaal) Magloire in.”

Jamaal Magloire is a rarely-used big man for the Heat, with the obvious implication that he would foul Garnett hard. “He knows what he’s doing,” Noah said. “It’s messed up. It’s wrong. It’s not right. And then after that to say … whatever I shouldn’t even be talking about this stuff. It’s crazy.”

HookUp:  Chicago Breaking Sports

Emmcee, 19.4.2010 kl. 13:54

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband