"Slagur" í Boston
19.4.2010
Það er náttla bara súrkál í hausnum á Kevin Garnett. Hann þyrfti að átta sig á því að úrslitakeppnin er byrjuð og þeir eru að fást við lið sem gæti allt eins slegið þá út. Tveir ollar í Q-Rich, tvær tæknivillur og hent út úr húsinu. Þetta hlýtur að kalla á bann, nema Stu Jackson haldi annað. Garnett spilaði ekkert með Celtics í úrslitakeppninni í fyrra vegna meiðsla og nú í fyrsta leik keppninnar í ár daðrar hann við að ná sér í leikbann. Celtics-aðdáendur eiga betur skilið að mínu mati.
Garnett hefur hrapað hratt og stöðugt í áliti hjá mér síðan Celtics unnu titilinn 2008. Paul Pierce líka. Garnett var eitt sinn baráttujaxl og fórnaði sér öllum í leikinn. Nú er hann enn meiddur á hné í huganum og þorir varla að hreyfa sig án þess að hlífa hnénu. Paul Pierce var einnig eitt sinn nagli og lét fátt stöðva sig. Í lok september árið 2000 var hann stunginn mörgum sinnum í andlit, háls og bak á skemmtistað í Boston. Pierce var hins vegar mættur til í slaginn í fyrsta leik Boston um tveim mánuðum síðar og byrjaði alla leiki liðsins það tímabil. Nú má ekki blása á manninn þá er búið að sækja hjólastól.
Þetta atvik er hins vegar illa steikt að mínu mati. Q-Rich fer þarna óðslega að þeim og gæti allt eins verið ógnandi, en viðbrögð Garnett eru út úr kú. Q-Rich sagðist á blaðamannafundi hafa kallað Pierce leikara:
"He started to talk to me, so I talked back," Richardson said. "I don't have any business talking to [Pierce], he was on the ground crying. I don't know what was going on, two actresses over there, that's what they are." "I don't like them, and they know it," Richardson added. "Sometimes he [Pierce] falls like he's about to be out for the season, and then he gets right up. That's all I said."
Ekki frá því að Q-Rich hafi hitt naglann á höfuðið. Celtics þurfa samt á Garnett að halda þó hann sé helmingurinn af því sem hann var áður og hann og Paul Pierce þurfa að draga hausinn úr rassgatinu á sér og spila körfubolta ef Celtics ætla sér að eiga séns.
HookUp: ESPN.com
Athugasemdir
Update: Garnett fékk eins leiks bann fyrir þetta. Mjög töff, Kev!
http://www.nba.com/2010/news/04/18/garnett.suspend/index.html?rss=true
Emmcee, 19.4.2010 kl. 00:14
Ég pósta hérna því sama og ég sagði á síðuni hjá Jasoni vini okkar:
Mikið rosalega er Garnett mikill HÁLFVITI, hef ekki þolað hann í mörg ár og þetta er bara til að styrkja mig í þvi. Svona án gríns þá held ég að orðatiltækið "shit for brains" hafi verið búið til um hann.
Held að hann megi bara vera sáttur við einn leik í bann. Vona innilega að Heat menn nýti sér þetti og salti þessa vælukjóa og gamalmenni þarna í Celtics.
Go Lakers!!!!
Siggi (IP-tala skráð) 19.4.2010 kl. 00:59
Joakim Noah um Garnett:
HookUp: Chicago Breaking Sports
Emmcee, 19.4.2010 kl. 13:54
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.