Sálfræðihernaðurinn er hafinn í Los Angeles

Zen meistarinn Phil Jackson hefur hoppað á "Kevin Durant fær of mikið dæmt með sér" vagninn við hlið Kevin Garnett, og lét hafa þetta m.a. eftir sér:

Yeah, by the calls he gets, he really gets to the line a lot, I’ll tell ya... There’s a couple plays in the last game where I was pretty curious how he got there.  He really has a reputation as one of the hot points in the league.

Þetta er greinilega að virka því Durant er gríðarlega sár yfir þessu öllu og farinn að grenja í fjölmiðla í stað þess að leyfa kallinum bara að rausa og láta verkin tala.

That’s a part of my game, getting to the free throw line and being aggressive. If you say that I get superstar calls or I get babied by the refs, that’s just taking away from how I play. That’s disrespectful to me. I don’t disrespect nobody in this league. I respect every coach, every player, everybody. I never say anything bad about anybody else or question why they do this or do that. So for them to say that about me, I don’t even want to use no foul language.

Kobe hefur líka sagt í fjölmiðlum að Lakers séu underdogs í þessari seríu vegna þess að þeir hafi spilað óstöðuglega í vetur. 

Þetta er alla vega sú sería í fyrstu umferð sem ég er spenntastur fyrir.  Let the games begin...

HookUp:  SLAM.com


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það vantar nú inn hjá þér þar sem Durant fer sjálfur að spila á dómarana og höfðar til samvisku þeirra... Man ekki nákvæmlega hvernig quoteið var en það hljómaði einhvern veginn þannig að ef dómarar leiksins létu slíkt umtal á sig fá væri það hræðilegt fyrir leikinn og eitthvað í þeim dúr

gunso (IP-tala skráð) 16.4.2010 kl. 19:12

2 identicon

Jæja þá er veislan að byrja, ég er allavega mjög spenntur (veit ekki hvort ég sé bjartsýnn) hvort mínum mönnum í Lakers tekst að verja titilinn.

Sammála Emmcee að þetta sé mest áhugaverða rimman í fyrstu umferð, reyndar er Celtics-Heat líka mjög spennandi.

Ég held að þetta verði erfitt hjá Lakers, þrátt fyrir að þetta séu 1 og 8 sæti er ótrúlega lítill munur á vinningshlutfallinu. Munar ekki nema 7 sigurleikjum meðan það munar 20 leikjum hjá Cavs og Bulls í austrinu. Þetta er náttúrulega fáránlega jafnt í vestrinu, er ekki að muna nema örfáum leikjum hvort menn eru í öðru eða áttunda sætinu. Ég man ekki eftir þessu svona jöfnu, muna aðrir eftir einhverju viðlíka?

Siggi (IP-tala skráð) 17.4.2010 kl. 02:10

3 identicon

golden state fór held ég inn í 8 sætið hér um árið með 50 sigra og 9 sætið var með einhverja 48-49 minnir mig

gunso (IP-tala skráð) 17.4.2010 kl. 19:15

4 identicon

The Mamba and the Lakers would need FOUR bad games to lose the series. Impossible!! 

Lakers taka þetta 4-1

Kobe 8 (IP-tala skráð) 17.4.2010 kl. 22:02

5 identicon

þú hefur greinilega ekki fylgst vel með lakers undanfarnar vikur ;)

gunso (IP-tala skráð) 18.4.2010 kl. 14:23

6 identicon

Jæja fyrsti leikur búinn 8 stiga sigur. Ekkert alltof sannfærandi hjá okkar mönnum í Lakers, sérstaklega í ljósi þess að Durant spilaði eins og ég veit ekki hvað. Endaði nú samt í einhverjum 24 stigum (9 af línunni), en skelfileg nýting 7/24 utan af velli 1/8 í þriggja. Ég er ekkert alltof spenntur hvernig næsti leikur fer ef hann hrekkur í gang.

Go Lakers

Siggi (IP-tala skráð) 18.4.2010 kl. 23:33

7 identicon

Siggi. Ég veit ekki hvað þú kallar sannfærandi en þessi sigur var aldrei í hættu.

Fantavörn hjá Lakers liðinu og Durant fékk ekki eitt einasta skot gefins. Þetta var farið að fara í taugarnar á honum og hristi hann hausinn ítrekað.

Lakers liðið var hinsvegar ekkert að hitta vel í leiknum og eiga þeir meira inni þar.

OKC mega þakka fyrir að hafa ekki tapað stærra og þrátt fyrir að Durant eigi eflaust eftir að eiga betri leik þá er það klárt að Lakers liðið mun líka eiga betri leik sóknarlega.

En ef að vörnin hjá Lakers heldur svona áfram þá á OKC ekki séns í þessu einvígi.

President (IP-tala skráð) 19.4.2010 kl. 01:29

8 identicon

Bara eitt um Durant að segja! Ron Artest!!!

Kobe 8 (IP-tala skráð) 19.4.2010 kl. 10:44

9 identicon

President þú hefur margt fram að færa, ég var kannski að gera full mikið úr þessu, sigurinn var svosem aldrei í hættu. Ég viðurkenni að að ég sá bara síðasta leikhlutann og fannst þetta eitthvað höktandi í honum, en líklega aldrei í hættu. Rétt hjá þér fantavörn á Durant, bara vonandi að það haldi áfram. Durant á meira innni, Lakers (sóknarlega) á helling inni þannig að ég er ekki að sjá að okkar menn séu að fara að tapa þessu og ég spái því að þeir mæti Denver í næstu umferð, sem verður örugglega mun erfiðara.

Siggi (IP-tala skráð) 19.4.2010 kl. 12:12

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband