NBA molar
26.1.2010
Maðurinn sem lét taka þessa mynd af sér vill ekki láta kalla sig "Big Baby" lengur. Honum líst betur á "Uno Uno" af því hann er númer 11. Ég legg til "Shit For Brains".
Phil Jackson kennir skónum hans Ron Artest um nýleg meiðsli hans. Eftir að hafa séð þessa mynd er ég ekki frá því að hann hafi sitthvað til síns máls.
Chicago Bulls senda Aaron Gray til Hornets fyrir Devin Brown. Einnig talað um að þessi skipti séu aðeins undirbúningur fyrir komu Amar'e Stoudamire til Chicago. Vona bara að Paxon klúðri því ekki eins og svo mörgu öðru.
Heyrst hefur slúður um að Boston íhugi að skipta Ray Allen til Golden State fyrir Monta Ellis. Algjört steal fyrir Golden State ef af verður þar sem Ellis er hrökkbrauð með langa sögu meiðsla og Stephen Curry, sem augljóslega er framtíð liðsins, nær ekki þeim framförum sem hann þarf sem varaskeifa fyrir Ellis. Auk þess fengju þeir eina bestu skyttu deildarinnar frá upphafi og einn besta pure scorer sem deildin hefur fengið. Boston hins vegar væru í bullinu að mínu mati að gera þetta. Má vera að Celtics vanti góðan back-up leikstjórnanda og það má einnig vel vera að Ellis sætti sig við að vera back-up fyrir Rondo (þó teljast mætti ólíklegt), þá held ég að fórnin sé of mikil í því að missa Allen auk þess sem þeir ættu að geta fengið þokkalegan ódýran back-up PG annars staðar fyrir minna. Spurning um að Danny Ainge endurskoði þetta ef eitthvað er til í þessum gróusögum.
Athugasemdir
Skil ekki að Suns ætli að treida Amaré fyrir mögulegan pakka með Kirk Heinrich. Suns eru með NÓG bakvörðum. Verður hrikalega sárt að sjá hann fara.
Darri (IP-tala skráð) 27.1.2010 kl. 01:20
Yrði held ég gríðarlega liðstyrkur fyrir Chicaco að næla sér í Amare Stoudemire, þegar hausinn er í lagi og hann spilar sinn bolta, þá er hann óstöðvandi og tvímælalaust einn af betri stóru mönnum deildarinnar. Held að hann og D.Rose gætu þróað ansi áhugavert combo, svo með bolta eins og J.Noah, Deng, Salmons í kringum þá,, pottó playoffs team og örugglega ekkert draumalið til þess að mæta í úrslitakeppninni.
Arnór (IP-tala skráð) 27.1.2010 kl. 11:38
Kæmi mér ekki á óvart að þriðja liðið kæmi inn í þetta treid ef að verður. Svo kæmi mér heldur ekki á óvart ef John Salmons, Luol Deng eða Tyrus Thomas fengju að fljóta með Hinrich í þessum viðskiptum.
Emmcee, 27.1.2010 kl. 12:29
ellis er nú bara einn besti leikmaðurinn í nba deildinni í dag.. óhemju lúnkinn í að komast að körfunni og klára svo er ray allen alveg að vera búinn.. samt sé ekki ellis alveg plömma sig í boston. væri betra að halda ray allavega út þetta ár og jafnvel næsta með þetta stökkskot sitt ef þeir ætla gera atlögu að titli
shiii (IP-tala skráð) 27.1.2010 kl. 14:29
Ellis er frábær leikmaður og búinn að eiga alveg frábært tímabili núna, en hann spilaði aðeins 25 leiki í fyrra og ég vona bara hans vegna að ökklinn haldi sér þetta árið. Þetta treid (ef það er í raun möguleiki) er bara bull frá sjónarhóli Celtics, en mun skárra fyrir Warriors. Allen er líka með heilar 19 milljón dollara eftir af samningi sínum sem rennur út í sumar, og Warriors því með slatta cap space eftir það.
Annars held ég að það sé lítið að marka þetta slúður því Ainge hefur gefið það út að Allen sé ekki on the trading block.
Emmcee, 27.1.2010 kl. 15:30
http://sports.yahoo.com/nba/news;_ylt=AnJlDyEXuoljaGbRC1gmTzO8vLYF?slug=ap-trailblazersoden&prov=ap&type=lgns
Hvenær munt þú birta myndirnar? Bwwhahha
Ragnar Már (IP-tala skráð) 27.1.2010 kl. 17:32
WTF?!!!
Emmcee, 27.1.2010 kl. 21:09
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.