Dominique Wilkins fimmtugur ķ dag
12.1.2010
Einn af mķnum uppįhaldsleikmönnum, The Human Highlight Film, Dominique Wilkins er fimmtugur ķ dag, en hann lék lengst af meš Atlanta Hawks. Wilkins er einn af fjölmörgum frįbęrum leikmönnum NBA deildarinnar sem aldrei įtti séns į titli, en skilur žó eftir sig mikla arfleifš afreka og var tekinn inn ķ fręgšarhöllina 2006. Hann er žó einna helst žekktastur fyrir svakalegt safn af trošslum į sķnum ferli.
Wilkins hįši mikla rimmu viš Larry Bird og félaga ķ Boston Celtics ķ undarśrslitum austurdeildarinnar 1988 žar sem Hawks töpušu ķ 7 leikjum. Hawks töpušu sjöunda leiknum meš ašeins 2 stigum žar sem Wilkins skoraši 47 stig į móti 34 stigum frį Bird. Bird ętlaši greinilega ekki aš tapa žessum leik žar sem hann setti 20 stig ķ fjórša leikhluta og klįraši dęmiš fyrir Boston.
Wilkins įtti sitt besta tķmabil žetta tķmabil, skoraši 30,7 stig aš mešaltali ķ deildarkeppninni en žaš afrek féll žó ķ skuggann į Michael nokkrum Jordan sem setti hvorki meira né minna en 35 aš mešaltali. Ekki nóg meš žaš heldur tapaši Wilkins einnig fyrir honum ķ śrslitum trošslukeppninnar žaš įriš žar sem Jordan flaug frį vķtalķnunni ķ einni trošslunni til aš klįra einhverja svakalegustu trošslukeppni allra tķma.
Meginflokkur: Ķžróttir | Aukaflokkur: NBA | Breytt s.d. kl. 22:23 | Facebook
Athugasemdir
Mikill meistari žarna į ferš, alltaf ķ öšru sęti hjį mér į eftir kónginum
Krissi (IP-tala skrįš) 13.1.2010 kl. 15:01
Jį žaš er rétt Krissi. Hann er nęstur Magic Johnson - tek undir žaš.
President (IP-tala skrįš) 13.1.2010 kl. 16:48
Bęta viš athugasemd [Innskrįning]
Ekki er lengur hęgt aš skrifa athugasemdir viš fęrsluna, žar sem tķmamörk į athugasemdir eru lišin.