Færsluflokkur: NBA
Þessi maður jarðaði LA Lakers í vikunni
3.12.2010
It's gotta be the shoes...
NBA | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Þykist vera Luis Scola og lætur gamminn geysa eftir tapið gegn Rockets í gær.
"I think I'm the best player in the world and nobody can stop me. I just feel like Shaq! I feel like I am THE best"
"Chuck Hayes had no boxers on, no spandex. He played freeballin'. So he's the warrior tonight."
Hrikalega fyndið!
http://thegame.podbean.com/2010/12/02/ron-artest-calling-in-as-luis-scola/
Ron Artest, dömur mínar og herrar... gerir lífið skemmtilegra - það er bara þannig.
NBA | Breytt s.d. kl. 16:32 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Körfuboltaheimurinn bíður eftir þessum leik með slíkri eftirvæntingu að fátt annað hefur lengi heyrst. Öryggisráðstafanir í Cleveland hafa verið hertar til ástands sem nánast samsvarar herlögum. LeBron segist viðbúinn öllu en óhætt er að segja að bæði þessi lið hafi komið á óvart í vetur. Clevelands farið fram úr væntingum með 7-10 record en Miami heldur betur ekki komið út sem risinn frá Florida sem liðið átti að vera.
Ég verð illa svikinn ef Cleveland menn koma ekki bandbrjálaðir til leiks og þetta verði hin mesta skemmtun - nema Miami menn mæti með hausinn á herðunum og jarði andstæðinga sína.
NBA | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
NBA | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Bulls On Parade
29.11.2010
Chicago Bulls hafa nýlokið við sitt árlega sirkús road trip sem hóft fyrir tæpum tveim vikum síðan. Ekki var dagskráin hjá þeim beint beisin þar sem þeir mættu á útivelli ekki lakari liðum en Houston, San Antonio, Dallas, LA Lakers, Phoenix, Denver og Sacramento í þessari röð. Ég verð að viðurkenna að mér leist ekkert á blikuna áður en þeir lögðu af stað en ég var þó bjartsýnn á að þeir myndu nú vinna 5 af þessum 7 leikjum. Uppskeran varð hins vegar 4 sigrar á móti 3 töpum og eitt af þessum 3 töpum gegn Denver eftir bözzer frá Melo í leik sem Rose tók ekki þátt í vegna eymsla í hálsi. Töp gegn Lakers og Spurs á útivelli verða að teljast ásættanleg.
Derrick Rose hefur verið annars litlu minna en geðveikur í þessum leikjum með 30,5 stig; 5,6 fráköst; 6,5 stoðsendingar og 1,0 stolinn í leik og aðeins rétt rúma 3 tapa bolta í leik. Fáránlegar tölur sem eru að mínu mati á MVP kaliberi.
Bulls buðu sögunni byrginn í þessari ferð þar sem aldrei síðan Jordan lagði skóna á hilluna 1998 hefur Bulls tekist að koma úr þessu ferðalagi með fleiri sigra en töp. Tölfræðin lýgur engu um það því Bulls voru 10-61 í sirkús-ferðar-leikjum frá því Jordan hætti og þar til þessi ferð hófst. Í fyrra fóru leikirnir 1-5. Vissulega tilefni til að brosa fyrir okkur Bulls fylgjendur.
NBA | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
Alveg eðlilegur Russell Westbrook
29.11.2010
Bakvörður OKC Thunder með sitt framlag til troðslu ársins í grillið á Shane Battier hjá Rockets. Hvað er að frétta?!
NBA | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Hvernig á þetta að vera hægt?!
29.11.2010
Derrick Rose sýnir ómannlega snerpu þegar hann krossar og skilur Tyreke Evans eftir í rykinu og leggur hann svo í spjaldið framhjá Dalembert. Mögnuð tilþrif.
NBA | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Heavy-D dömpar á kollinn á Okafor
29.11.2010
Góð hreyfing hjá bangsanum...
NBA | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)