Færsluflokkur: Kvikmyndir

Dótakassinn: Philips Cinema (hriiiikalega flott auglýsing)

Philips eru hér að auglýsa nýtt HD sjónvarp, Philips Cinema, sem er með skjáhlutföll upp á 21:9.  Must-have fyrir alla kvikmynda-sjúklinga, en ég þekki einmitt nokkra.  Auglýsingin er alla vega drulluflott. 

Meira um Philips Cinema


Frankenhood

...look for it on DVD!


Heimildarmynd Spike Lee um Kobe Bryant

Verður sýnd á ESPN þann 16. maí.


Deeper Than Rap - Coming Soon

Veit að Ommi getur ekki beðið...


Notorious fer ekki í bíó

Samkvæmt heimildum frá Omma, sem er vel innvíraður í kvikmyndaheiminn hérna á Íslandi, mun Sena ekki sýna Notorious, kvikmyndina um Notorious B.I.G., í kvikmyndahúsum.  Þess í stað fer hún beint á DVD 30. júní nk.  Þetta eru mér mikil vonbrigði, sér í lagi þar sem þeir eru óhræddir við að henda þessum viðbjóði á tjaldið hjá sér.  Hvað ætli sé búið að gera þessa mynd oft og hversu oft ætli Owen Wilson sé búinn að leika í henni?!!

Anyway, þá er bara að drífa sig á leiguna 30. júní og tékka á Notorious.  Písát.


Aldrei stríð á Íslandi / Gran Torino

Fór í bíó í gær og sá stuttmyndina Aldrei stríð á Íslandi sem sýnd var á undan Clint Eastwood myndinni Gran Torino.  Góður vinur minn, kvikmyndasnillingurinn Bragi Þór Hinriksson gerði stuttmyndina og var hún alveg brilljant.  Gífurlega smekklega unnin á allan hátt tæknilega, hljóðsetning og effectavinnsla alveg til fyrirmyndar.  Bragi er mjög visual leikstjóri og er kvikmyndatakan alveg eftir því.  Haffi sem leikur hermanninn sýnir fínan leik og kemur manni á óvart að hann hafi ekki lært leiklist.  Virkilega öflug stuttmynd.

Kíkið á innslag um myndina og viðtal við Braga í Kastljósi.

Svo var það Gran Torino.  Þvílíkt snilld þar á ferð.  Það verður bara ekkert svalara en Clint Eastwood.  Kallinn að detta í áttrætt og mann langar ekkert til að vera að messa í honum.  Fleygar línur eins og "Ever notice how you come across somebody once in a while you shouldn't have fucked with? That's me."  Bara alveg eins og það á að vera.  Frábær mynd þarna á ferð.

Myndirnar eru sýndar í Sambíóunum.


Notorious - Theatrical Trailer

Ommi, hvenær fáum við að sjá þessa?


« Fyrri síða

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband