Færsluflokkur: Kicks
LeBron James All-Star skórnir
15.1.2010
Meira hér.
Kicks | Breytt 16.1.2010 kl. 09:12 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Eins og President sagði hér í kommenti áður, þá eiga þessir eftir að rooookseljast í Cleveland-borg og hvað þá Ohio fylki. Þetta hlýtur að hafa óþægileg áhrif á liðsmóralinn og markmið liðsins að vinna titil, með LeBron James dansandi á hliðarlínunni að hugsa um hvað það verður æðislegt að fara til New York næsta haust. Að mínu mati stórkostleg vanvirðing við áhangendur Cavaliers og alla íbúa Cleveland borgar. Ætla rétt að vona að þetta sé einungis marketing-klúður hjá Nike.
Eftir að hafa séð þetta dettur mér í hug annar vinkill á þessu máli. Má vera að Nike séu að pressa á LeBron að semja við New York í sumar? New York er miklum mun stærra markaðssvæði en Cleveland og verði LeBron leikmaður Knicks má búast við því að varningur með hans nafni seljist betur en hann gerir í dag. Nike héldu körfuboltabúðir í New York í nafni LeBron í sumar, Nike hafa ítrekað hæpað upp tvo síðustu leiki Cavaliers gegn Knicks í Madison Sqare Garden og nú síðast þetta.
HookUp: NikeLeBron.net
Kicks | Breytt s.d. kl. 16:13 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Air Jordan XI - Space Jam
26.12.2009
The Holy Grail of Sneakers... MJ var í þessum skóm í bíómyndinni Space Jam en Nike gáfu þá aldrei út í þessum litum á eftir. Það var hins vegar breyting þar á um þessi jól og á Þorláksmessu voru þeir formlega settir út á markaðinn, mörgum sneaker nerds til ánægju. Gríðarleg eftirvænting ríkti fyrir útgáfuna og brotist var inn í tvær Foot Locker verslanir í Atlanta rétt fyrir útgáfu auk þess sem langar raðir mynduðust fyrir framan aðrar íþróttaverslanir.
Sjálfur átti ég svona skó á sínum tíma í upprunalegum litum og það var alveg þokkalegt að spila í þessu, en þessir skór ruddu brautina á sínum tíma fyrir þessari glansáferð á körfuboltaskóm sem er orðin ansi algeng í dag. Ég geri hins vegar ráð fyrir að fæstir þeirra sem keyptir voru núna í vikunni verði notaði á körfuboltavellinum.
Meira á Freshnessmag.com
Kicks | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Skótau LeBron og Kobe á jóladag
23.12.2009
Jólagjöf NBA deildarinnar til okkar allra er match-up ársins, LeBron vs. Kobe á jóladag. LeBron James og Cleveland Cavaliers fara til Los Angeles þar sem Kobe Bryant tekur á móti þeim. Ekkert varð úr yfirhæpuðu match-uppi þeirra á milli í úrslitunum í fyrra en nú geta þeir sem urðu svekktir yfir því tekið upp gleði sína á ný.
Fyrir þá sem hafa áhuga á að vita í hvaða skóm þeir verða þennan dag þá eru myndir af þeim hér fyrir neðan.
Meira á Freshnessmag.com
Kicks | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Nike Air Zoom Kobe V - Dark Knight
18.12.2009
Kicks | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)