Færsluflokkur: Tónlist

Nýtt í Boomboxinu

Nýja Eminem lagið - We Made You, tvö lög með Asher Roth, Mrs. International með Method Man & Redman, I Poke Her Face með Kid Cudi og nýr skítur frá engum öðrum en M.O.P. - Blow The Horns þar sem Busta Rhymes er gestur.  Einnig Pete Rock remix af Poker Face með Lady GaGa.

Eminem - We Made You

Nýtt frá Eminem.  Pródúsað af Dr. Dre.


Justin Timberlake & Lil Wayne - I Heard Something (Snippet)

Jæja, fyrir hvern ætli JT sé að vinna þetta lag?


Meth og Red taka upp myndbandið við "Ay Yo"

Hér er fylgst með strákunum að taka upp myndbandið og, bíddu við... var ekki Meth á settinu að taka upp þetta myndband þegar hann var að blaðra um skattana sína?  Þar sagði hann eitthvað á þessa leið:  "I'm SOBER right now, at my video shoot..." Hahahahaha...  Heldur betur ekki, Meth.  Í þessu myndbandi sjást þeir félagarnir fíra upp eina feita og mökka sig í rusl.  Ekki hægt að taka upp myndband fyrr en menn eru orðnir hæfilega buzzed.


Ice-T lætur Soulja Boy heyra það

Ice-T er brjálaður.  Drullar yfir Soulja Boy og segir hann hafa drepið hipp-hoppið á eigin spýtur.  Einhvers staðar stendur að menn eigi ekki að hefja grjótkast í glerhúsi, en Ice-T er reyndar maðurinn sem söng "Cop Killer" og snéri sér svo við og fór að "leika" löggu í Law & Order.  Hann er að fara langt með að drepa leiklistina sjálfur.  "But getcha money man, I ain't trippin'.  Fix bikes or somethin."  Snillingur.


Fat Joe - Cupcakes ft. Benisour


Eminem sendir Run-DMC í frægðarhöll rokksins


Nýtt sjitt í Boomboxinu

Hef vanrækt Boomboxið undanfarið og biðst afsökunar á því.  Nú er ég hins vegar búinn að skipta út Imeem spilaranum fyrir default blog.is spilarann.  Hitt var orðið ómögulegt, þar sem sá var vistaður erlendis og því oft morkið að sækja alltaf lögin á slakri bandvídd.  Nokkrir félagar brjálaðir yfir þessu.

Anyway, fullt af góðu sjitti þarna... Nýtt með Fat Joe, Jadakiss, Ghostface Killa, MF Doom, Mobb Deep, Bow Wow, Method Man & Redman, Kid Cudi, Wale ofl... Boomboxið er alveg bangin' núna.  Kommentið á hvernig þið eruð að fíla þetta.


Emmcee Top10 - Mars 2009

Capone-N-Noreaga - Wobble Wobble ft. Mobb Deep
Kid Cudi - Sky Might Fall
Method Man & Redman - Ay Yo
Keri Hilson - Knock You Down ft. Kanye West & Ne-Yo
Slim Thug - Top Drop
Brother Ali - Talkin' My Shit
Capone-N-Noreaga - Talk To Me Big Time
The Knux - Fire (Put It In The Air)
Ghostface Killah & MF Doom - Chinatown Wars (Remix)
Bow Wow - Sunshine


Busta Rhymes - G-Stro ft. Pharrell

Af Fast & Furious sándtrakkinu...


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband