Töff múv hjá Kobe
13.1.2010
Af hverju er hann að halda um hnéið á sér?! Eru "back spasm" orðið official heitið á þegar menn nenna ekki að vera lengur inni á vellinum og vilja komast út. Eftir því sem ég best veit verður hann með í næsta leik. NBA Ísland segja að Mamba hafi vaknað úr dvala og ég er ekki frá því að þeir hafi sitthvað til síns máls.
![]() |
Lakers steinlá í San Antonio |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Íþróttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
Frekar fyndið myndband...
Íþróttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Dominique Wilkins fimmtugur í dag
12.1.2010
Einn af mínum uppáhaldsleikmönnum, The Human Highlight Film, Dominique Wilkins er fimmtugur í dag, en hann lék lengst af með Atlanta Hawks. Wilkins er einn af fjölmörgum frábærum leikmönnum NBA deildarinnar sem aldrei átti séns á titli, en skilur þó eftir sig mikla arfleifð afreka og var tekinn inn í frægðarhöllina 2006. Hann er þó einna helst þekktastur fyrir svakalegt safn af troðslum á sínum ferli.
Wilkins háði mikla rimmu við Larry Bird og félaga í Boston Celtics í undarúrslitum austurdeildarinnar 1988 þar sem Hawks töpuðu í 7 leikjum. Hawks töpuðu sjöunda leiknum með aðeins 2 stigum þar sem Wilkins skoraði 47 stig á móti 34 stigum frá Bird. Bird ætlaði greinilega ekki að tapa þessum leik þar sem hann setti 20 stig í fjórða leikhluta og kláraði dæmið fyrir Boston.
Wilkins átti sitt besta tímabil þetta tímabil, skoraði 30,7 stig að meðaltali í deildarkeppninni en það afrek féll þó í skuggann á Michael nokkrum Jordan sem setti hvorki meira né minna en 35 að meðaltali. Ekki nóg með það heldur tapaði Wilkins einnig fyrir honum í úrslitum troðslukeppninnar það árið þar sem Jordan flaug frá vítalínunni í einni troðslunni til að klára einhverja svakalegustu troðslukeppni allra tíma.
Íþróttir | Breytt s.d. kl. 22:23 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Nokkrar leikmannahreyfingar í NBA
12.1.2010
Nú þegar nálgast lokafrest NBA deildarinnar til að skipta leikmönnum, þann 18. febrúar nk., hafa nokkur treid nú þegar átt sér stað.
New Orleans Hornets sendu Hilton Armstrong til Sacramento Kings fyrir draft pikk í annarri umferð og einhverja seðla. Hornets losa cap room og verða aðeins $500 þús yfir markinu eftir þessi skipti. Kings fá skítsæmilegan backup center til að leysa af Spencer Hawes.
New Jersey Nets sendu um daginn Eduardo Najera til Dallas í skiptum fyrir Kris Humphries og Shawne Williams. Mavs spara $4,7 milljónir í laun og luxury tax en Nets hins vegar munu líklega segja upp Shawne Willams og einnig nafna hans Sean Williams.
Þrálátur orðrómur gengur þess efnis að Toronto Raptors muni koma Chris Bosh í verð áður en glugginn lokast. Þrjú lið hafa sýnt honum áhuga: Chicago eru tilbúnir að láta Kirk Hinrich og Tyrus Thomas fyrir hann, Lakers hafa rætt að ná honum í skiptum fyrir Andrew Bynum og Houston er tilbúnir að láta Aaron Brooks, Carl Landry, Trevor Ariza, Luis Scola og að sjálfsögðu Tracy McGrady þó ólíklegt megi teljast að einhver bíti þar á, með hans $22,5 mills.
Einnig eru sögusagnir á kreiki um spjall milli Houston og Washington um að skipta T-Mac fyrir Caron Butler.
Íþróttir | Breytt s.d. kl. 22:59 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Michael Redd slítur krössbönd í hné
12.1.2010
Michael Redd hjá Milwaukee Bucks sleit fremra og aftara krossband í leiknum gegn Lakers um daginn og verður frá það sem eftir er af þessu tímabili. Redd náði að spila 18 leiki á tímabilinu áður en þetta gerðist en hann hefur verið mikið frá vegna meiðsla undanfarin ár. Aðeins spilað rétt rúman helming leikja liðsins á síðustu fjórum árum. Þetta er vissulega áfall fyrir Bucks en þó er spurning hvaða áhrif þetta á eftir að hafa á nýliðann Brandon Jennings sem var gersamlega óstöðvandi þar til Redd kom aftur til leiks. Jennings var með um 25 stig að meðaltali í leik áður en Redd bættist aftur í hópinn í lok nóvember en um 15 stig eftir. Bucks eru líka 5-11 á þessu tímabili með Redd í liðinu en 10-9 án hans.
Íþróttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Man þegar maður var yngri að hlæja að eldri bræðrum sínum þegar einhverjir rokkarar sem þeir fíluðu back in the mack voru að koma fram gamlir og gráir. Well, what goes around, comes around.
Djöfull eru þeir orðnir eitthvað gamlir strákarnir í Beastie Boys. En gamli og gráir eða ekki, þá hafa þeir engu gleymt og tóku þarna í sumar allra besta lagið af Check Your Head plötunni, með engum öðrum en The Roots.
Tónlist | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Shaq knúsar og kyssir Daniel Baldwin
12.1.2010
Alltaf sami trúðurinn þessi Shaq...
Íþróttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Veit ekki hvort er meira disturbing að sjá Scottie Pippen í þessum búning eða sjá hann laminn af dvergum...
Fyrir þá sem vilja vita meira: Midget vs. Mascots
WTF?! | Breytt s.d. kl. 19:12 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Ekki nóg með byssugrínið hans um jólin þá held ég að þetta taki botninn úr:
Arenas, a notorious practical joker, often crossed the line of acceptable decorum. The example often cited was how Arenas once defecated in teammate Andray Blatche's shoe during Blatche's rookie season. His behavior often went unchecked and unpunished, said a former team employee on condition of anonymity.
Gilbert Arenas semsagt skeit í skóinn hans Andray Blatche þegar hann var nýliði.
Það er greinilega allt að falla saman hjá Arenas þessa dagana og hafa Adidas gefið það út að þeir séu að endurmeta stöðuna og munu hugsanlega segja upp skósamningi hans í kjölfarið á byssuævintýrinu og banninu sem hann hlaut eftir það.
HookUp: Washington Post
Íþróttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Mbl.is segja frá því ÍR hafi fengið til sín Bandaríkjamann en birta svo mynd af Steinari Arasyni, steinhissa á svip, með undirletruninni "ÍR hefur fengið bandarískan leikmann." Fagleg vinnubrögð eru í hávegum höfð á Mbl.is.
Þetta eru hins vegar mjög góðar fréttir fyrir okkur ÍR-inga, sér í lagi þar sem Eazy-E er alveg off þetta tímabilið.
![]() |
ÍR fær bandarískan leikstjórnanda |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Íþróttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)