...og lét svo reka sig út af vellinum skömmu síðar, fyrir að segja "Are you serious?" Þeir eru viðkvæm blóm orðnir dómararnir í NBA deildinni.
Íþróttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Ríkjandi meistarar slegnir út úr keppni eftir þetta magnaða hlaup Lynch...
Íþróttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Samsæriskenning dagsins
9.1.2011
í boði Nate Robinson og umfjöllunarefnið er All-Star troðslukeppnin 2011:
Of course. They set it up like that. They set it up for Blake to win it like that. But well see. Im not saying he cant dunk, because he can. Though well see how it goes. Hopefully the guys that are in there with him will give him some competition and put on a show. Because thats all its for its a show. Thats the whole meaning of the dunk contest.
Ég verð að segja að miðað við þá sem hafa boðið sig fram á móti honum og bara hvernig NBA deildin hans David Stern fúnkerar, finnst mér þetta ekki vera fjarri lagi. Samt finnst mér að Nate Robinson ætti að hafa sem minnst um þetta mál að segja því hann var í sömu stöðu þegar hann "vann" Dwight Howard um árið.
HookUp: NBA.com
Íþróttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Lög ársins 2010
9.1.2011
Persónulega finnst mér ómögulegt að velja besta lag ársins, en I'm Beaming með Lupe Fiasco kemur þar einna helst til greina hjá mér. Hins vegar er hér listi yfir þau 20 lög sem ég hlustaði hvað mest á á síðasta ári, í stafrófsröð...
Bun B - All A Dream ft. Latoya
Eminem - Almost Famous
Rick Ross - Aston Martin Music ft. Drake & Chrisette Michelle
Wiz Khalifa - Black & Yellow
Von Pea - Boombox
Trey Songz - Bottoms Up ft. Nicki Minaj
Kanye West - Christian Dior Denim Flow ft. Kid Cudi, Pusha T, John Legend, Lloyd Banks & Ryan Leslie
The ILLZ - Cover Me (I'm Going In)
The Roots - Dear God 2.0
Lupe Fiasco - Go To Sleep
Waka Flocka Flame - Hard In Da Paint
Lupe Fiasco - I'm Beaming
Red Café - I'm Ill
Kanye West - Power (Remix) ft. Jay-Z & Swizz Beatz
Kanye West - Runaway ft. Pusha T
Drake - The Resistance
Kid Cudi - These Worries
Kno - They Told Me ft. Deacon The Villain
Jamie Foxx - Winner ft. Justin Timberlake
Tónlist | Breytt 10.1.2011 kl. 10:31 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Plötur ársins 2010
8.1.2011
Þó úrvalið hafi ekki verið gríðarlega mikið fyrir lista yfir plötur ársins 2010 þá var óneitanlega erfitt að gera upp á milli þeirra fimm efstu. Það er hins vegar engum blöðum um það að fletta að My Beautiful Dark Twisted Fantasy með Kanye West er tvímælalaust plata ársins.
1: Kanye West - My Beautiful Dark Twisted Fantasy
Í raun kom það mér ekkert á óvart að þessi plata fékk fimm mæka frá The Source og fimm stjörnur frá Rolling Stone stuttu eftir að hún kom út. Að mínu viti er um að ræða tímamótaverk í hip-hop tónlist þar sem Yeezy tekst enn og aftur að ýta mörkum tónlistarstefnunnar út á við án þess að bregðast. Opus Grande herra West, þar sem allt sánd og pródúksjón er í yfirstærð og neglir mann máttlausann ef maður hlustar með þokkalegu blasti.
2: Eminem - Recovery
Eftir þau vonbrigði sem Relapse var gladdi það mig mikið þegar ég heyrði að Em ætlaði að bæta upp fyrir það með nýjum disk á þessu ári og einbeita sér að því að spitta rímum á ljóshraða og sleppa þessari leiðindarödd sem einkenndi Relapse diskinn. Eminem hrifsar aftur krúnuna sem besti rapparinn í bransanum í dag með látum og lætur nú aðra yngri og hressari pródúsera um útsetningar laganna með góðum árangri, á meðan hann sjálfur neglir flæðið af sinni alkunnu snilld.
3: Drake - Thank Me Later
Beið eftir þessari plötu með mikilli eftirvæntingu og varð heldur betur ekki fyrir vonbrigðum. Emo-popp-rapp eru orð sem geta lýst tónlistinni að einhverju leyti, þó að mínu mati er hér eitthvað nýtt og ferskt sánd sem ekki hefur heyrst áður. Jay-Z, Lil Wayne, Alicia Keys og Nicki Minaj meðal gesta á þessari frábæru plötu.
4: The Roots - How I Got Over
Þessir snillingar frá Philadelphia geta bara ekki klikkað og koma hér með eina af sínum allra bestu plötum til þessa. Margt nýtt og ferskt hjá þeim en ekki langt í gömlu ræturnar sem komu þeim upphaflega á kortið. Black Thought með hárbeitta texta eins og vant er og flæðir af krafti.
5: Kid Cudi - Man on the Moon II: The Legend of Mr. Rager
Vonbrigði hjá mörgum gagnrýnendum sem bjuggust við einhverjum enn meiri flugeldum eftir frábæra frumraun Kid Cudi, Man on the Moon: The End of Day. Þessi er ekki eins góð og sú plata en engu að síður frábært stykki. Mun þyngri og dekkri. Cudi reynir mun meira við söng á þessari plötu með misgóðum árangri en tónlistin sjálf og rappið hans frábært.
Fleiri frábærar plötur sem komu út á árinu:
Von Pea - Pea's Gotta Have It
Kno - Death is Silent
Rick Ross - Teflon Don
T.I. - No Mercy
Big Boi - Sir Lucious Left Foot: The Son of Chico Dusty
B.o.B - The Adventures of Bobby Ray
Reflection Eternal - Revolutions Per Minute
Erykah Badu New Amerykah Part Two (Return Of The Ankh)
Meth, Ghost & Rae Wu Massacre
Bun B Trill OG
Tónlist | Breytt s.d. kl. 21:15 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Kris Kardashian dömpar á mína menn
6.1.2011
Bulls meiri sulturnar að tapa þessum leik... Rose með 1 stoðsendingu og 5 TO... what gives?
Íþróttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Samdráttur vs. samþjöppun
5.1.2011
Ekki misskilja að ég sé ekki illa haldinn af menntasnobbi þó ég taki fram, áður en lengra er haldið, að LeBron James hafi ekki farið í háskóla áður en hann fór í draftið. Hann hins vegar hikstaði all verulega á orðinu "contraction" um daginn og misskilningur hans á orðinu varð til þess að mikill stormur myndaðist í vatnsglasi NBA deildarinnar.
Fyrir skömmu sagði LeBron í viðtali að samdráttur (e. contraction) væri deildinni til góða og héldu þá allir að hann vildi láta fækka liðum í deildinni. Vakti þetta hörð viðbrögð margra lakari NBA liðanna.
LeBron varð hins vegar mjög hissa á öllu þessu fjaðrafoki og kom þá upp úr dúrnum að hann átti við að samþjöppun (e. consolidation) þar sem fá lið hafa marga mjög góða leikmenn og nefndi níunda áratuginn því til röskuðnings, þar sem Lakers, Pistons, Celtics og 76ers domineruðu deildina.
Aaaaaah... nú skil ég. But, hey... who cares?! Hvað eru menn að pirra sig yfir þessu? Ritstjórn NBA Ísland þekkir ekki muninn á hreindýri og dádýri (Dæmi A, Dæmi B, Dæmi C), og ekki eru menn að pirra sig yfir því. I'm jus'sayin'!
Íþróttir | Breytt 6.1.2011 kl. 13:04 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Turk má greinilega ekki taka þrista nema SVG sé búinn að teikna þá upp áður...
Íþróttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Íþróttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)