Þessir strákar eru í formi
17.3.2009
Gaaaaaaddemm!! Bootcamp whuuuut?!
Íþróttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Hrökkbrauð?
17.3.2009
Er hrökkbrauðspúkinn farinn að naga Fannar "Júdas" Helgason í ökklann? Hef ekki trú á öðru en hann labbi þetta af sér og komi fílefldur í næsta leik. Þetta er leikmaður sem kallar ekki allt ömmu sína né langömmu og kann utan að textann á How We Do með The Game og 50 Cent. Á það til að taka smá flæði á 2. eða 3. bjór.
Koma svo Fannsi, rífa sig upp og teipa draslið saman fyrir næsta leik.
Hvað hafa annars ljósmyndarar vefmiðla á móti Fannari? Alltaf valdar verstu myndirnar af manninum fyrir fréttirnar.
![]() |
Missir Fannar af oddaleiknum? |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Íþróttir | Breytt s.d. kl. 22:13 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Slakasta dómgæsla aldarinnar?
17.3.2009
Ég varð vitni af einhverjum allra ófaglegasta dómi í körfubolta sem hugsast getur í gær. Ómar Sævarsson var búinn að vera burðarstoð ÍR liðsins í þessum leik með 14 stig (7/11) og 10 fráköst í fyrri hálfleik. Ómar fer upp í sniðskot undir körfu Grindavíkurliðsins og skot hans varið. Læt ég ómetið hvort brotið hafi verið á honum en Ómar fer heldur óhress til baka í vörn og gagnrýnir harðlega í eyra ónefnds dómara. Ómar uppsker réttilega tæknivillu en það sem verra er að Ómar nær ekki að draga inn andann fyrr en hann hefur fengið aðra slíka í andlitið sekúndubrotum eftir þá fyrri. Tvær tæknivillur þýðir sjálfkrafa brottvísun og djúpt skarð hoggið í bæði vörn og sókn ÍR-inga.
Þessi dómur er að mínu mati til skammar fyrir KKÍ og KKDÍ þar sem þetta á að vera einn reyndasti og besti körfuknattleiksdómari landsins. Þessi ónefndi dómari þarf heldur betur að dusta rykið af reglubókinni, en við skulum tíunda örlítið hvað í henni stendur og á hér við.
Dómara er heimilt skv. 38. grein, tölulið 3.1 að dæma tæknivillu þegar leikmaður ávarpar "dómara, eftirlitsdómara, starfsmenn ritaraborðs eða mótherja af virðingarleysi." Ómar gargaði hátt að dómaranum og flokka má það sem virðingarleysi þó skv vitnum á vellinum hafi ummælin ekki verið dónaleg. Bera á vissulega virðingu fyrir dómaranum en að mínu mati þyrfti sú virðing að vera gagnkvæm. Sem færir okkur að næsta punkti.
Í 47. grein, tölulið 3, um m.a. ákvarðanir dómara stendur að dómarar þurfa að hafa eftirfarandi huga:
- "Anda og ætlun reglnanna og þörfina fyrir að halda leiknum heilsteyptum"
- "Viðhalda ávalt jafnvægi milli leikstjórnunar og leikflæðis með þvi að hafa tilfinningu fyrir hvað þáttakendur eru að reyna að gera og dæma þar sem er rétt fyrir leikinn."
Mikilvægt er að mínu mati að dómarar meti aðstæður áður en dómur sem þessi er dæmdur. ÍR að berjast fyrir lífi sínu í úrslitakeppninni, 10 stigum eða svo undir á heimavelli og á brattann að sækja. Nei, gerum þeim það ómögulegt að komast áfram með því að senda einn af þeirra bestu leikmönnum í sturtu þegar hálfur leikurinn er eftir. Báðir aðilar þurftu að slaka á og meta áframhaldið af skynsemi. Ómar hvort hann ætlaði að taka áfram þátt í leiknum og dómarinn hvort hann ætlaði að breyta stefnu leiksins með dómi sem þessum. Allt gerist þetta þó í hraða og hita leiksins en það er að mínu mati ekki afsökun þegar jafn reyndur dómari á í hlut og í jafn mikilvægum leik og hér er um að ræða.
Leikurinn leystist upp í tóma þvælu eftir þetta og bullshit dómar flugu hægri vinstri, en þó á bæði liðin. Til að mynda fengu Grindvíkingar að ræða heimsmálin ofan í kjölinn í einu leikhlénu á meðan ÍRingar biðu við endalínuna, en skv. reglum er hvert leikhlé aðeins ein mínúta. Hvaða rugl er þetta? ÍR stillti upp svæðispressu sem gekk ágætlega og náðust kannski tveir stolnir boltar þar til bull dómarnir byrjuðu að hlaðast upp aftur. ÍRingar klóruðu eins og mögulegt var í bakkann en við ofjarl að fást og leikurinn aldrei í hættu fyrir Grindvíkinga, sem hittu eins og geðsjúklingar eða 14/31 í þristum.
Það verður aldrei neitt úr þessari íþrótt hjá okkur hérna á Íslandi þar til við fáum góða, hlutlausa og skynsama dómara sem hafa ekki áhuga á að taka þátt í leiknum heldur aðeins sjá til þess að hann gangi eðlilega fram og leikmenn spili heiðarlega. "Rispekt mæ aþoritæ" dómarar með God-complex eru íþróttinni til trafala.
![]() |
Grindvíkingar komnir í undanúrslit |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Íþróttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Ekki þotu-þreyta þar á bæ
16.3.2009
Hann var ekki þotu-þreyttur hann Pellot-Rosa því hann setti 29 kvikindi á Njarðvíkinga og reif niður 12 fráköst, þar af 7 í sókn. Ekki slæmt fyrir mann sem er nánast nýlentur. Annars eru þetta the usual suspect, Gunni Einars með 19, Hörður Vill með 18. Annars hafði ég nú meiri trú á Njarðvíkingum í þessari seríu. Þeir eiga alveg að geta slegið Kef út, ef þeir spila eins og menn. Bæði lið mega þó muna sinn fífil fegurri. Sitton með 25, Logi með 18 og Maggi Gunn að hitta ágætlega á sínum gamla heimavelli. Maggi varla stigið inn fyrir þriggja stiga línuna, með 10 skot og öll fyrir utan. Setti þó niður 5 af þeim.
Sé einnig að Kef hafi beitt "pressu-vörninni" sinni með 17 stolna bolta og 30 klíp og 18 höld. Boltinn hefur einnig verið eitthvað heitur í höndum Njarðvíkinga því þeir tapa honum 25 sinnum!! Hélt ég að 20 törnóver hjá ÍR-ingum á laugardaginn væru slæmt. Sæll!
![]() |
Keflvíkingar styrkja sig |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Íþróttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Besti College leikur allra tíma?
16.3.2009
UConn og Syracuse mættust á fimmtudaginn í fjórðungsúrslitum Big East riðilsins og nokkuð ljóst að hvorugt liðið ætlaði að láta undan. Úrslit réðust ekki fyrr en eftir sex framlengingar með 127-117 sigri Syracuse, en dómararnir dæmdu af þrist sem hefði getað klárað leikinn fyrir UConn í venjulegum leiktíma. Ekki beint hágæða körfubolti, ef marka má hælæt úr leiknum, en spennan hefur verið þvílík.
Íþróttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Ekki að það breyti miklu
15.3.2009
Það er ekki eins og hans sé sárt saknað í liði KR þessa stundina því KRingar er gersamlega að skeina sér á Blikum þessa stundina og útlit fyrir 50 stiga burst.
Nei, heyrðu... leikurinn búinn. 124-75 úrslit. 49 stiga burst. Dourisseau með 29 stig (13/18 nýting!) fyrir KR og Sovic með 33 fyrir græna. Nú verða grænir að sýna hvernig þetta er gert í Kóp City.
![]() |
Jón Arnór meiddur |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Íþróttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Grindavík 1 - ÍR 0
15.3.2009
Sjálfur var ég ekki á leiknum en ekki hefur vörnin verið upp á marga fiska hjá mínum mönnum í gær, ef eitthvað er að marka tölfræði leiksins. Leyfa hátt í 60% nýtingu innan þriggja og hátt í 40% utan og aðeins með 2 stolna bolta í öllum leiknum. Hefðu Grindjánar ekki skitið á sig á línunni hefði munurinn verið hátt í 40 stig. Vörn Grindjána hefur hins vegar ekki verið í lakari kantinum með 17 stolna bolta, að því gefnu að dómararnir hafi nú dæmt sómasamlega. ÍR-ingar í bullinu með 20 tapaða bolta í leiknum en hafa þó nýtt þau fáu tækifæri sem þeir fengu því liðið skilaði þokkalegri nýtingu. Fráköstin að skiptast nokkuð jafnt milli liðanna, 39 Grinds og 34 ÍR.
Eru menn að hlusta á Celine Dion og Lionel Richie fyrir leiki? Hvaða rugl er þetta?! Rífa sig svo upp fyrir leikinn á morgun. Hlusta á "Þér er ekki boðið" með Rottweiler fyrir leikinn og hugsa um Grinds' ugly mugs á meðan. Grow a pair, guys!!!
![]() |
Grindavík og Snæfell fögnuðu sigri |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Íþróttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Það er nú einhver Dr. Dre lykt af þessu lagi. En þetta bangar mjög vel.
Tónlist | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Da Smoothest. Tekið af Notorious BIG tribute mixtape eftir Cookin' Soul.
http://www.myspace.com/cookinsoul
Tónlist | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
Brother Ali - Uncle Sam Goddamn
13.3.2009
Tell'em Ali! Eitt gamalt fyrir Spíttis Claessen og Vivid Handle.
Tónlist | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Ekkert um Lakers leikinn?!
12.3.2009
Hva? Ekkert fjallað um Lakers leikinn nú þegar þeir ná að vinna Houston og Kobe í "slag" osona. Annars var þetta lítið samstuð á milli Kobe og (who else) Ron Artest, en Artest var bara að gefa Kobe smá QBC flava og sykurpúðinn kunni ekki að taka á móti því. En fyrir þá sem ekki vita var Ron Artest alinn upp í Queensbridge Projects í Queens, NY - eins og Nas, Mobb Deep, Cormega og Capone-N-Noreaga - sem ætti að skýra fyrir fólki af hverju þetta er svona mikill nagli.
Miami Heat bera nafn með rentu þessa dagana, enda sjóðandi heitir núna - eða öllu heldur er Dwyane Wade on fire og Heat liðið fylgir með. Boston vélin hins vegar að hiksta eitthvað núna.
En að leiknum sem máli skiptir. New York Knicks á móti Detroit Pistons í Palace of Auburn Hills. Knicks hafa tapað 11 af síðustu 12 leikjum sínum þar og kominn tími til að það breyttist. Knicks hrukku í gang í síðasta fjórðungnum og náðu að vinna í framlengingu, með hjálp frá slökum sóknarleik Pistons. Knicks töpuðu bara 3 boltum í öllum leiknum á móti 15 frá Pistons. Nate Robinson gersamlega í ruglinu í þessum leik. Hvað er DiAntoni að reykja? Af hverju setur hann ekki Nate í byrjunarliðið? Vill maðurinn kannski ekki byrja leikina? Er hann að stefna á 6th Man Award? Duhon byrjaði og spilaði 22 mínútur, 2 stig og 1/7 nýting. Robinson spilar 37 mínútur og setur 30 kvikindi og 6 stoðir. Nate (sem bæðevei er 175 cm) vann víst uppkast gegn Amir Johnson sem er 206 cm. WTF?! David Lee (16,4 ppg og 12,1 rpg) hjá Knicks er með flestar double-double fyrir þetta tímabilið eða 52 sem er 2 fyrir ofan Dwight Howard.
![]() |
Boston tapaði í Miami |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Íþróttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)
Ladies and gentlemen... Will Bynum!
12.3.2009
Will Bynum frá Montana State háskólanum sýnir okkur skilgreininguna á andlitstroðslu. Hauspoka handa varnarmanninum, takk fyrir.
Íþróttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Patrick Chewing eða Chewbacca?
12.3.2009
Veit ekki hvort er hlægilegra, sjá Pat Ewing troða yfir ræfilinn með hjálp tölvueftirvinnslu eða að heyra hann öskra eins og Chewbacca.
Íþróttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)